Dælur frá HD eru frá traustum og reynslumiklum framleiðendum, og sérvaldar með íslenskar aðstæður í huga – hvort heldur í fiskvinnslu, fiskeldi eða á skipum. Rétt val á dælubúnaði krefst þekkingar á eiginleikum vökvans, svo sem seigju, hitastigi og tæringu, auk flutningsfjarlægðar og umfangs. Þar getur fagleg ráðgjöf HD skipt sköpum – Við hjálpum þér að velja lausn sem virkar, skilar árangri og endist.