Fiskimjölbúnaður

HD hefur ávallt haft sterka tengingu við íslenskan sjávarútveg og hefur þjónustað fiskimjölsiðnaðinn með ráðgjöf og stálsmíði ásamt sölu, uppsetningu og viðhaldi búnaðar.Til þess að auka þjónustu við fiskimjölsiðnaðinn höfum við verið í samstarfi við Haarslev sem er leiðandi fyrirtæki í heiminum með búnað til fisk- og kjötmjöls framleiðslu. HD getur í samstarfi við Haarslev boðið búnað til mjölframleiðslu, hvort sem er í skip eða hefðbundna verksmiðju í landi. Við bjóðum hvort sem er heildar lausn í skip eða á landi, asamt því að bjóða uppá einstaka tæki. Sveigjanleiki og öflugt framboð af hágæða vörum eru leiðarljós HD, þjónusta til okkar viðskiptavina.

Flutningur á fiski frá einu tæki til annars þarf að ganga snuðrulaust. Til flutnings á fisk, heilum, hökkuðum og soðnum er HD með 3 gerðir af spjaldadælum frá Haarslev. HM25, HM35 og HM45. Afköst fara eftir stærð og snúningshraða allt frá 3 – 200 T/klst.
HD býður einnig uppá varahluti í dælur og erum við með nokkuð af vörum á lager.

Tengiliður
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Skrifstofur
Sölusvið
Sölu & markaðsstjóri

Til þess að breyta stærð fisksins þarf að hakka eða mauka efnið og til þess getur HD nú boðið breiða línu hakkara frá Haarslev. Allt frá smáum hakkavélum uppí stærri hakkara með tveimur öxlum.

Tengiliður
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Skrifstofur
Sölusvið
Sölu & markaðsstjóri

HD býður mjölkæla frá Haarslev í nokkrum stærðum, hægt er að fá bæði kælana ryðfría sem og kæla úr svörtu stáli. Afkastageta mjölkælanna er frá 0,7 – 24 T/klst miðað við að kælingu frá 90°C í 45°C við umhverfishita við 30°C.

Tengiliður
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Skrifstofur
Sölusvið
Sölu & markaðsstjóri

Til þess að aðskilja stóran hluta vökvans úr soðnum fisknum eru pressur mikilvægur partur. Pressur frá Haarslev eru bæði til conical og biconical. Hjá HD eru pressur í nokkrum stærðum og gerðum í boði frá Haarslev. Afköst á tvíöxla pressum eru frá 2,5 til 60 T/klst.

Tengiliður
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Skrifstofur
Sölusvið
Sölu & markaðsstjóri

HD getur boðið uppá snigla frá Haarslev í standard stærðum 230, 300, 400, 500, og 600mm þvermál á skrúfu. Hægt er að fá sniglana úr svörtu stáli, ryðfría eða blöndu að þessu tvennu þar sem skrúfan er úr svörtu stáli.

Tengiliður
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Skrifstofur
Sölusvið
Sölu & markaðsstjóri

Sjóðara er hægt að fá í nokkrum gerðum en þeir algengustu hér á landi eru skrúfusjóðarar. HD býður einnig uppá lotusjóðara sem og hraðsjóðara (compact coagulator) frá Haarslev. Suðugeta sjóðara er frá 3 til 65 T/klst.

Tengiliður
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Skrifstofur
Sölusvið
Sölu & markaðsstjóri

Gæði fiskimjöls er töluvert háð þurrkunn á mjölinu. HD getur boðið úrvals gufu diskaþurrkara framleiddir af Haarslev sem hafa gefið ákaflega góða raun, bæði sem forþurrkari sem og fullnaðar þurrkari. Diskaþurrkarar eru framleiddir til að vinna undir umhverfis loftþrýsting, einnig til þess að þurrka við umhverfis loftþrýsting. Diska þurrkarar frá Haarslev koma með hitaflöt frá 60 til 650 m2.

 

Tengiliður
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Skrifstofur
Sölusvið
Sölu & markaðsstjóri

HD getur nú boðið uppá sérsmíðaðar lausnir í skip frá Haarslev. Nú verður æ háværari sú krafa að allt efni sem veitt er úr sjó sé unnið í afurðir. Þessi lausn frá Haarslev er nú notuð um allan heim og er Haarlsev lang stærsti framleiðandi í heiminum á lausnum fyrir mjölvinnslu í skip.

Tengiliður
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Skrifstofur
Sölusvið
Sölu & markaðsstjóri

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.