Tjakkaverkstæði

Flestar okkar starfsstöðvar hafi aðstöðu til þess að þjónusta vökvatjakka, þó er starfsstöð okkar í Kópavogi með sérhæft tjakkaverkstæði. Þar fer saman mikil þekking og áralöng reynsla á nýsmíði, endurhönnun, endursmíði og viðhaldi vökvatjakka sem og lofttjakka. Reynsla starfsmanna félagsins er lykillinn að því að viðskipta vinir okkar fái þá vöru sem þeir þurfa. Þessi þekking og reynsla skiptir sköpum við efnisval eins og hitaþolin þétti og smíðaefni sem notuð eru. HD  hefur þjónustað vökvatjakka fyrir íslenska skipaflotann, stóriðju, flutningsgeirann og matvælaiðnað til langs tíma.

Verkstjóri tjakkaverkstæðis
Ormur H. Sverrisson
ommi@hd.is
M: 660 3630

Nýsmíði á vökvatjökkum

Mikill sveigjanleiki er til staðar hjá HD til þess að sérsmíða nýja vökvatjakka. Við getum smíðað tjakka af breiðri línu stærðar og virkni. 

Þrýstiprófanir á vökvatjökkum

Tjakkaverkstæðið er útbúið sérhæfðum tjakkabekk til sundurrifs og samsettningar á tjökkum. Við tjakkabekkinn er búnaður til þrýsti og álagsprófana, allir tjakkar sem fara frá HD eru álags- og þrýstiprófaðir fyrir afhendingu.

Viðgerðir á vökva- og lofttjökkum

Tjakkaverkstæði HD annast upptektir á vökva- og lofttjökkum ásamt því að hanna og smíða nýja tjakka. Á tjakkaverkstæði er til á lager algengustu íhlutir og þétti, starfsmenn tjakkaverkstæðis sjá einnig um að sérpanta íhluti í allar gerðir tjakka. Renniverkstæði er rekið samhliða Tjakkaverkstæði sem er vel búið nýjum tækjum og starfsmönnum með mikla þekkingu og reynslu.

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.