Kópavogur

Vesturvör 36, 200 Kópavogur

Starfsstöð fyrirtækisins í Kópavogi er eitt öflugasta þjónustuverkstæði landsins á sviði málmtækniiðnaðar. Verkstæðið skiptist í tvö megin svið, stáltæknisvið og véltæknisvið. Verk- og tæknifræðingar eru tiltækir á starfsstöðinni sem gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar tækniþjónustu. Til stuðnings við tæknimenn á deildinni er til staðar búnaður hjá félaginu svo sem 3D Skanni, 3D rýmis myndavél, Málmefnagreinir og búnaður til ástandsgreininga, titringsmælinga og margt fleira.

Stáltæknisviðið er vel útbúið til að takast á við alla hönnun og smíði á stálvirkjum og plötusmíði, m.a. með tölvustýrðar skurðarvélar fyrir stálplötur. Hátt er til lofts og er verkstæðið útbúið öflugum brúkrönum sem gerir vinnu við uppstillingu stórra vélahluta bæði örugga og hagkvæma.

Véltæknisvið er skipt upp í vélaverkstæði, renniverkstæði og tjakkaverkstæði.

Vélaverkstæðið veitir þjónustu við sjávarútveg og stóriðju. Verkstæðið hefur uppá að bjóða vélaupptektir, viðgerðir á dælum, gírum og öðrum vélbúnaði. Tækjabúnaður er sífellt í endurskoðun og endurnýjun.

Tjakkaverkstæði. Þó flestar okkar starfsstöðvar hafi aðstöðu til þess að þjónusta vökvatjakka, þá er starfsstöð okkar í Kópavogi er með sérhæft tjakkaverkstæði. Þar fer saman mikil þekking og áralöng reynsla á nýsmíði, endurhönnun, endursmíði og viðhaldi vökvatjakka sem og lofttjakka. Reynsla starfsmanna félagsins er lykillinn að því að viðskiptavinir okkar fái þá vöru sem þeir þurfa. Þessi þekking og reynsla skiptir sköpum við efnisval eins og hitaþolin þétti og smíðaefni sem notuð eru. HD  hefur þjónustað vökvatjakka fyrir íslenska skipaflotann, stóriðju, flutningsgeirann og matvælaiðnað til langs tíma.

Renniverkstæði.  Síðast en ekki síst er hér eitt öflugasta renniverkstæði landsins sem er sérútbúið til þjónustuviðgerða og nýsmíði stakra varahluta. Þar eru bæði tölvustýrðar fræsivélar og rennibekkir ásamt hefðbundnum vélum sem nýtast til viðgerða á vélbúnaði.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um þá þjónustu sem HD í Kópavogi býður. Upplýsingar um vöruflokka sem við bjóðum viðskiptavinum okkar má finna undir valmynd um vörur.

Tæknsvið og verkstæðin okkar hafa eftirfarandi opnunartíma :

Mánudaga -Föstudaga kl  07:30 – 16:15

Tengiliðir

Elvar Örn Svavarsson
Deildarstjóri Kópavogi
Helgi Magnús Valdimarsson
Tækniþjónusta
Hlynur Snær Sæmundsson
Fiskeldisþjónusta
Jóhannes Miller
Verkstjóri renniverkstæði
Kristinn Haraldur Guðlaugsson
Verkstjóri ISAL
Ólafur Kolbeinsson
Tækniþjónusta
Ormur H. Sverrisson
Verkstjóri tjakkaverkstæði
Sindri Jens Freysson
Tækniþjónusta
Þorleifur Halldórsson
Verkefnastjóri, skipaviðgerðir

Helsta þjónusta

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.