Mosfellsbær

Völuteigur 31, 270 Mosfellsbær

Starfsemin í Mosfellsbæ hefur vaxið hratt með tilkomu núverandi húsnæðis sem tekið var í notkun árið 2020. Á verkstæði HD í Mosfellsbæ sinnum við viðhaldi á djúpdælubúnaði fyrir hitaveitur. Starfsemi í kringum smíði á ryðfríum stálpípum er einnig stór þáttur í starfseminni og fylgt er vottuðum suðuferlum. Einnig hefur mikil þekking verið byggð upp varðandi viðgerðir á jarðgufuhverflum (rótorum) og rafölum virkjana.  Hér er öflug tækniþjónusta og teymi sem sinnir ástandsgreiningum og sívöktun vélbúnaðar.

Má segja að með tímanum hefur orðið til þjónustumiðstöð virkjana og veitna á Íslandi með tilkomu þessarar frábæru aðstöðu.

Áherslan snýr að grænni orku og hefur mikil sérhæfing þróast í kringum tilurð hennar. Viðskiptavinir okkar reka hitaveitur, jarðvarmavirkjanir, vatnsaflsvirkjanir, fráveitur og CO2 fangara. Við leggjum mikið upp úr að geta boðið viðskiptavinum okkar heildarlausnir á véla- og tæknisviði ásamt því að útvega fjölbreytt vöruúrval innflutts vélbúnaðar sem hafa aukist með tímanum og aukinni sérþekkingu á rekstri virkjana og veitufyrirtækja. Hér fyrir neðan má sjá þá þjónustuflokka sem áherslan er á hjá HD í Mosfellsbæ. Upplýsingar um vöruflokka sem við bjóðum viðskiptavinum okkar má finna undir valmynd um vörur.

Tæknisölusvið og verkstæði okkar hefur eftirfarandi opnunartíma :

Mánudaga -fimmtudaga kl  08:15 – 16:15

Föstudaga kl  08:15 – 15:15

Tengiliðir

Aneta Basalaj
Verkefnastjóri leiðiskóflur
Árni Jakob Ólafsson
Verkefnastjóri
Árni Rafn Jakobsson
Verkefnastjóri fiskeldi
Baldvin Agnarsson
Vörulager
Björgvin Karlssson
Sérfræðingur ástandsgreininga
Brynjar Pétursson
Rekstur CO2-verks
Daníel Rúnarsson
Verkstjóri
Helgi Gústafsson
Verkstjóri dælusviði
Hlynur Snær Sæmundsson
Tæknimaður fiskeldissviði
Illugi Njálsson
3D skönnun
Jóhannes Steinar Kristjánsson
Þjónustustjóri
Kristinn Björgvinsson
Verkstjóri
Lára Nanna Eggertsdóttir
Aðstoðarmaður deildarstjóra
Lýður Skúlason
Deildarstjóri Mosfellsbæ
Óskar Ólafur Hauksson
Deildarstjóri Reykjavík
Róbert Svansson
Sérfræðingur í ástandsgreiningum

Helsta þjónusta

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.