Dæluþjónusta

Dæluþjónusta HD hefur verið starfrækt síðastliðin 27 ár. Starfsmenn HD geta útvegað dælulausnir fyrir veitur um allt land og fylgt verkefnum frá upphafi til enda. Veitufyrirtæki reiða sig á okkur því þau vita að þau geta treyst á fagleg vinnubrögð reyndra starfsmanna, frábæra þjónustu og mikla þekkingu.

Mosfellsbær
Verkstjóri dælusviði
Helgi Gústafsson
helgus@hd.is
M: 896 9708

Prufudælingar á borholum

HD hefur býður viðskiptavinum til útleigu fullkominn búnað sem nýttur er til prufudælingar á borholum. Búnaðurinn er uppsettur með fullkomnum mælibúnaði sem nýtist til að safna upplýsingum um vatnshita, vatnsmagn, vatnshæð borholunnar, aflþörf  og fleiri mikilvægar upplýsingar sem nýtast við val á heppilegum dælubúnaði við rekstur veitunnar til framtíðar.  hafið endilega samband við tæknimenn okkar til að fræðast ennfrekar um þessa mikilvægu þjónustu.

Dæluviðgerðir

Þjónustuteymi HD ástandsmetur t.d. borholudælur sem hafa verið í rekstri. Eftir ástandsmatið lyggur fyrir kostnaðarmat við viðgerð dælunnar. Viðskiptavinurinn getur þá metið hvort það borgi sig að láta gera við eða endurnýja dæluna. Starfssmenn HD leggja fram verðáætlun um viðgerð og við bjóðum heildarþjónustu við upptekt bæði dælu og dælubúnaðar ásamt því að útvega nýjan búnað þegar þess þarf.

Prufudælingar á yfirborðsdælu

HD hefur ástandsgreint yfirborðsdælur með prufudælingu og er í smíðum prufudælingarbekkur með titringsmæli, flæðimæli og þrýstimæli. Þannig getum við stillt upp flestum dælum og athugað ástand þeirra áður en ráðist er í viðhald dælunnar.

Niðursetningar og upptektir á dælubúnaði

HD sér um niðursetningu og upptektir á dælubúnaði, bæði öxuldælum og háspenntum sambyggðum dælum. Hafa starfsmenn komið að um það bil 300 niðursetningum. 

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.