Skaðlausar prófanir

Kröfur um gæði og öryggi eru í senn margir hlutir. Ýmsar stofnanir sinna margskonar eftirliti en það hefur færst í vöxt síðustu ár að óháðir aðilar hafi yfirtekið þetta hlutverk. Breytingar á lögum, samkeppnisumhverfið og krafan um óháð skilvirkt eftirlit, kallar á nýjar vinnuaðferðir og nýja tækni.

HD ehf er fyrirtæki sem hefur bæst í þennan hóp á síðustu árum. Starfsfólk HD ehf hefur áralanga reynslu í hljóðbylgjuprófunum eða þykktarmælingar skipa, olíutanka og stálmannvirkja svo nokkuð sé nefnt. Fyrirtækið vinnur eftir nýjustu kröfum og stöðlum þar að lútandi. Mikil áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, tækjakostur er af nýjustu gerð vottaður og prófaður af tilskildum aðilum. Rafræn skráning skjala og rekjanleiki gagna er einnig í fyrirrúmi.

Staðallinn sem leggur grunninn fyrir óskaðlegar prófanir er  EN 9712 staðalinn. Síðastliðið ár hafa starfsmenn HD aflað sér aukinna réttinda til þess að vinna samkvæmt EN 9712 staðlinum við framkvæmd óskaðlegra prófanna. Þá er helst átt við, þykktarmælingar, sprunguleitun, segulagnapófun, litaprófun ásamt suðuprófunum með hljóðbylgjumælingum.

Skaðlausar prófanir hjá HD
Gísli Arnar Guðmundsson
gisli@hd.is
M: 844 0313

Sprunguleitun

Magnetic-Particles Testings eða segulagnaprófun er vel þekkt aðferð innan skaðlausra prófanna enda afar næm. Hún tekur sérstaklega vel  á yfirborðssprungum en getur einnig ná c.a. 1-2mm niður í efnið og því greint sprungur undir yfirborði efnisins. HD á allt til segulagnaprófunar og hjá fyrirtækinu leitumst við að þeir aðilar sem vinna við mælingar séu með þjálfun og skírteini í þeirri aðferð sem notuð er.

Penetrant Testings eða litaprófun er þekkt aðferð til sprunguleitunar.  Mikið notuð í flugvélaiðnaðinum enda fljótleg en árangursrík. Litaprófið er prófunaraðferð sem ekki eyðileggur yfirborð efnisins. Galdurinn að þessu ferli er háræðaverkun efnisins og framköllunarinnar. Skarpir litir koma fram við framköllun. Prófunin er aðallega notað fyrir málma. Ef það hentar getur litarefnaprófun einnig sýnt galla í plasti og keramik. Það fer eftir yfirborði efnisins hvernig litapróf skal tekið. Engin ein litaprófunaraðferð dugar á alla fleti. HD á allt til litaprófunar og hjá fyrirtækinu leitumst við að þeir aðilar sem vinna við mælingar séu með þjálfun og skírteini í þeirri aðferð sem notuð er.

Ultrasound Inspection eða hljóðbylgjuprófun er ein algengasta aðferð skaðlausra prófana sökum þess hve fljótleg og ódýr hún er.  Algengasta aðferðin innan UT eru þykktarmælingarnar en einnig er hún mikið notuð við að ástandsskoða rafsuður. Sprunguleit á boltum eða öxlum með UT er einnig afar öflug aðferð ef finna skal sprungur undir yfirborðinu.  HD á allt til hljóðbylguprófunar og hjá fyrirtækinu leitumst við að þeir aðilar sem vinna við mælingar séu með þjálfun og skírteini í þeirri aðferð sem notuð er.

Þykktarmælingar

Skip, Olíu og lýsisgeymar þurfa með reglubundnu millibili að ganga í gegnum strangt eftirlit og er þykktarmæling hluti af þeim.  HD á nokkra þykktarmæla ásamt kvörðunarblokkum og hjá fyrirtækinu leitumst við að þeir aðilar sem vinna við mælingar séu með þjálfun og skírteini í þeirri aðferð sem notuð er.

Suðueftirlit

Við framkvæmd rafsuðu er ýmislegt sem þarf að hafa í huga. Suðuferli þarf að framfylgja, staðlar, tækni, skírteini, búnaður, teikningar og eftirlit fyrir, á meðan og eftir að rafsuðu líkur. Skoðun ætti ekki bara að fara fram eftir suðu. Skoðun fyrir og meðan á suðu stendur er mikilvæg. En hvað er hægt að skoða ef suða hefur ekki verið framkvæmd? Gátlista þarf að framfylgja og atriðin eru mörg. Flest þessara atriða falla undir ábyrgð suðueftirlitsmanns, en allir ættu auðvitað að taka þátt.

Hjá fyrirtækinu sjáum við til þess að þeir aðilar sem vinna við skoðanir séu með þjálfun og skírteini í þeirri aðferð sem notuð er.

Málmefnagreinir

HD eiga búnað til þess að greina efnasamsetningu málma.  Tækið byggir á LIBS tækni og getur tækið greint eftirfarandi málma : C, Al, Si, Ti, V, Cr, Mn, Co, Ni, Cu, Nb, Mo, W (kolefni, ál, kísil, títan, vanadín, króm, mangan, kóbolt, nikkel, kopar, níóbín, mólýbden, volfram).

Málmefnagreinirinn nýtist til að:

  • Staðfesta málmtegund fyrir bakvirka hönnun
  • Sannreyna efnisvottorð málma
  • Notað í gæðaeftirliti t.d. að sannreyna málmtegundir frá birgjum

Málmefnagreining HD
Illugi Njálsson
illugi@hd.is    M: 867 0636

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.