Undir yfirskriftinni: Með skilvirkni og öryggi að leiðarljósi, verður HD Dagurinn haldinn þann 10. apríl í Gullhömrum frá kl. 13:30.
Það er okkur sönn ánægja að bjóða þér og öðrum fulltrúa/um frá þínu fyrirtæki hjartanlega velkomin. Viðburðurinn er einstakt tækifæri til að kynnast starfsemi HD og lausnum okkar fyrir aukna skilvirkni, öryggi og áreiðanleika í rekstri vélbúnaðar.
Dagskráin býður upp á fræðandi erindi, sýningu á tækjabúnaði og tækifæri til að ræða við sérfræðinga okkar og birgja. Sunna Björg Helgadóttir, Framkvæmdastjóri tæknisviðs HS Orku, verður gestur fundarins og flytur erindi um mikilvægi fyrirbyggjandi viðhalds í því að tryggja rekstaröryggi. Nánari dagskrá verður send þegar nær dregur.
Að fundi loknum verður boðið upp á lifandi tónlist og léttar veitingar.
Við hlökkum til að taka á móti þér og sýna með hvaða hætti HD getur reynst traustur samstarfsaðili fyrir þitt fyrirtæki.
Vinsamlega staðfestið mætingu.