Tækniþjónusta

HD býr yfir viðamikilli tækniþekkingu á sviði málmiðnaðar og vélbúnaðar og þjónustar allar greinar iðnaðar. Hjá félaginu liggur sérhæfð tækniþekking á borholudælum og útreikningum fyrir þann búnað. HD hefur aflað með reynslu og hæfu starfsfólki einstaka þekkingu við hönnun og undirbúning á viðhaldi rafala í gufuaflsvirkjunum.

Forstöðumaður Tæknisviðs
Arnar Guðni Guðmundsson
arnar@hd.is
M: 660 3616

CAD hönnun

Hönnun og teiknivinna styður við alla þjónustu sem fyrirtækið veitir og sú mikla þekking sem er til staðar tryggir að viðskiptavinir fá bestu lausnir og vinnubrögð sem völ er á.

Jafnframt því er unnin hönnunar- og teikniverkefni, ýumist beint fyrir viðskiptavini og þá í nánu samstarfi við viðskiptavininn.

Tæknileg ráðgjöf

Mikil reynsla og þekking á öllum sviðum er snúa að málmiðnaði og vélbúnaði tryggir viðskiptavinum faglega ráðgjöf og bestu lausnirnar hverju sinni, frá hugmynd að hagnýtri lausn.

Útvegun á efni og upplýsingaleit

HD hefur yfir að ráða skurðarvélum, sögum og öðrum búnaði til að útvega skorið og til sniðið efni fyrir stálsmiðjur og byggingariðnað. Við tökum við teikningum hvort heldur sem er á pappír eða tölvutæku formi og útbúum gögn fyrir okkar sjálfvirku vélar og teikningar fyrir niðurefnun.

Tengslanet HD er öflugt og hefur aðgengi að upplýsingum um efni fyrir málmsmíði og útvegun vélbúnaðar og varahluta.

Rýmis skönnun

Með nýjustu tækni í þrívíddarmyndun eru teknar myndar til að skapa fullkomnar rýmismyndir af innviðum bygginga, verksmiðja, fiskiskipa og á fleiri stöðum og skapa þannig þrívíða mynd sem hægt er að ferðast um og skoða án þess að vera á staðnum. Hægt er að vinna rýmismyndir áfram þannig að hægt sé að vinna með þær í teikniforritum.

3D skönnun

Við hjá HD erum með til þjónustu fyrir viðskiptavini okkar þrívíddarskanna frá Creaform.  Skanning er með nákvæmni upp á 0.02mm og tekur 1.3 milljón mælingar á sekúndu.  Mjög einfalt er að skanna inn óreglulega hluti og skönnunin sjálf er ekki tímafrek.  Út frá skanninu er hægt að búa til solid model sem nýtist í teikningasett eða í framleiðslu á íhlutum.  Einnig getur skanninn borið saman tvo íhluti og greint frávikin með mikilli nákvæmni.

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.