Plötusmíði

Ein af grunnstoðum HD er plötusmíði og er mikil reynsla og þekking til staðar hjá HD í hefðbundinni stálsmíði. HD getur veitt alla þjónustu í plötusmíði á verkstæðum félagsins sem eru  á Grundartanda, Akureyri, Eskifirði og í Kópavogi. Verkstæði HD í Kópavogi hefur mikla lofthæð og er sérútbúið fyrir plötusmíði.

Deildarstjóri í Kópavogi
Elvar Örn Svavarsson
elvar@hd.is 
M: 660 3638

Deildarstjóri á Grundartanga
Páll Indriði Pálsson
pallip@hd.is 
M: 660 3648

Deildarstjóri á Akureyri
Vignir Logi Ármannsson
vignirl@hd.is 
M: 660 3618

Deildarstjóri á Eskifirði
Bjarni Freyr Guðmundsson
bjarnifg@hd.is 
M: 660 3646

Tankasmíði

Smíði á stáltönkum er eitt af sérsviðum í okkar þjónustu. Tankasmíði hefur lengi verið öflugur þáttur í starfseminni og hefur félagið sérhæfðan búnað á borð við tankatjakka sem gera okkur kleyft að reisa tanka á verkstað af miklu öryggi. Málmsuðumenn okkar eru vottaðir í suðuferlum fyrir tankasmíði.

HD annast einnig viðgerðir og nýsmíði á hráefnis-, lýsis-, og olíutönkum og býður þjónustu til ástandsmælinga.

Plasma og vatnsskurður, beygingar og völsun

Hjá HD eru í notkun 2 tölvustýrðar vatnsskurðarvélar, í Kópavogi og í Mosfellsbæ.  Við bjóðum einnig uppá hágæða plasma og gas skurðarvél í Kópavogi og á Eskifirði. Tækjabúnaður til þess að  klippa, beygja og valsa stál er til staðar á flestum starfsstöðvum okkar.

Viðgerðir á vinnuvélum

Við höfum lengi sinnt viðhaldi á gámavögnum, bæði á grind vagnanna og lyftu búnaði

Vottaðir suðumenn

Suðumenn HD eru vottaðir í TIG, MIG, pinna og róterandi  pulver suðu. Jafnframt hefur fyrirtækið vottaða suðuferla sem tryggir gæði og rekjanleika allrar suðuvinnu.

Viðgerðir og viðhald skipa

Viðgerðir og viðhald á skipum fyrir útgerðarfélög á Íslandi er eitt af okkar sérsviðum. Til þess að útfæra viðgerðir, viðbætur og viðhald á stáli og vélbúnaði sem best og á sem hagkvæmastan hátt fyrir okkar viðskiptavini erum við búnir tæknimönnum, vélvirkjum og suðumönnum.

Framleiðsla á CE merktum vörum

Við framleiðum CE merktar vörur

Uppsetning stálvirkja

Allt sem þarf til uppsetningar á stálvirkjum, hvort sem þau eru smíðuð hjá okkur eða annarstaðar, er til staðar hjá félaginu.

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.