Ástandsgreiningar

Ástandsgreiningar á vélbúnaði er sá þáttur sem hefur verið í mikilli þróun undanfarin ár. Með hraðari úrvinnslu á gögnum (IoT) og stöðugari þróun hafa skapast tækifæri til sívöktunar á vélbúnaði þar sem hægt er að fylgjast með bilanatíðnum í vélasamstæðum eins og:

-Ójafnvægi í vélasamstæði (imbalance)
-Bilanir í legum (bearing failures)
-Vandamál í undirstöðum/burðavirki/vélbúnaði -(mechanical looseness)
-Afrétting á vélarsamstæðu (misalignment)
-Eigintíðni vélarsamstæðu/umhverfis (resonance and natural frequencies)
-Bilun í rafkerfi mótora (Electrical faults in motors)
-Bognir öxlar í vélasamstæðu (bent shaft)
-Bilun í gírkössum (gearbox failures)
-Tæring í dælum (cavitation in pumps)
-Krítískan hraða í vélarsamstæðum (critical speeds)

Með reglubundnu eftirliti og sívöktun skapast möguleiki til að bregðast við og gera ráðstafanir áður en bilanir leiða til framleiðslutjóns.  Rekstraraðila hefur þar af leiðandi tíma til að skipuleggja viðhaldsstoppið.

HD býður einnig uppá reglubundnar titringsmælingar ásamt nettengdum titringsvöktunarbúnaði sem sendir út aðvaranir verði breytingar á einstökum tíðnum frá vélasamstæðunni. Viðskiptavinir geta fengið slíkan búnað uppsettan til skemmri eða lengri tíma, allt eftir þörfum og ástæðum hverju sinni.

Jafnframt hefur ástandsgreiningarteymi HD búnað til hitamyndunar ásamt búnaði til að hlusta hátíðni (ultrasound) sem nýtist m.a. til að finna loftleka í verksmiðjum, heyra leguhljóð þ.e.a.s. hljóð í hærri tíðni heldur en að eyrað getur greint.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um þá þjónustu sem HD býður viðskiptavinum sínum varðandi ástandsgreiningar og sívöktun búnaðar.

Tengiliður sívöktunar
Gísli Arnar Guðmundsson
gisli@hd.is
M: 844 0313

Hitamyndun á búnaði

Hitamyndavél mælir og sýnir geislun frá yfirborði íhluta.  Vélin gefur nokkuð auðskiljanlega mynd af aðstæðum en þó ber að varast að geislun frá íhlutun getur verið villandi, til dæmis er ekki hægt að taka mynda af rafmagnsbúnaði í gegnum gler því þú tekur eingöngu mynd af geislun á yfirborði glersins, en ekki af rafbúnaðinum.

Notkunargildi fyrir hitamyndavél er marvísilegt.  Hægt er að sjá og meta ef óeðlileg geislun sé til staðar.  Hitamyndun getur gefið ágætis sýn á rafmagnsbúnað eins og mótortengingar, rofa, tengiskápa o.sv.frv.  Einnig getur vélin nýst vel til skoðunar á vélbúnaði, þar sem að aukin geislun getur stafað vegna núnings, skemmdar í íhlutum o.sv.frv.

Starfsmenn HD eru vottaðir í category 1 og 2 í Thermography

Titringsmælingar

Titringsmælingar eru nýttar til að greina í hvaða ástandi vélbúnaðurinn er. Öll gögn sem safnað er úr titringsmælinum fara beint í hugbúnað þar sem þau eru greind frekar. Sá sem framkvæmir greininguna getur séð hvort þekktar bilanatíðnir séu að aukast og þarf af leiðandi einangrað bilunina frekar t.d. ef bilanatíðni frá ytri legubana er orðin ráðandi o.sv.frv.  Gegn því að sinna titringsmælingum vel eru líkindin mikil að hægt sé að grípa inn í áður en rekstaraðili búnaðarins verður fyrir verulegu tjóni.

Hægt er að velja um að taka titringmælingar með reglulegu millibili eða setja upp titringsvöktunarbúnað sem er online þ.e.a.s. sívöktunarbúnað

Starfsmenn HD er vottaðir samkvæmt ISO 18436-2 í Vibration Analysis

Málmefnagreining

HD eiga efnagreiningartæki til þess að greina málma.  Tækið byggir á LIBS tækni og getur tækið greint eftirfarandi málma : C, Al, Si, Ti, V, Cr, Mn, Co, Ni, Cu, Nb, Mo, W (kolefni, ál, kísil, títan, vanadín, króm, mangan, kóbolt, nikkel, kopar, níóbín, mólýbden, volfram).

Málmefnagreinirinn nýtist til að:

  • Staðfesta málmtegund fyrir bakvirka hönnun
  • Sannreyna efnisvottorð málma
  • Notað í gæðaeftirliti t.d. að sannreyna málmtegundir frá birgjum
  • Til ákvörðunartöku um val á suðuferli og suðuvír

Tengiliður

Illugi Njálsson

illugi@hd.is  
M: 867-0636

Sívöktun vélbúnaðar

HD Býður uppá þjónustu við sívöktun vélbúnaðar. Titringsvöktun yfir netið er tegund ástandsvöktunar þar sem hröðunarnemar eru settir á vélbúnað svo hægt sé að greina nýjar breytingar og varpa ljósi á hugsanlegt slit á hlutum á fljótlegan máta. Upplýsingum um titring og hitastig véla er safnað með nýjustu IoT stafrænni tækni í rauntíma. Hægt er að nálgast upplýsingarnar á tölvu og hvaða nettengda snjalltæki sem er. Með aðgangsorði fæst fullur aðgangur að gögnunum sem tekin eru, í rauntíma og einnig sögu mælinga frá því tækið var sett upp.

Hátíðni hlustun

Airborne Ultrasound er góð aðferð til að hlusta eftir mjög hárri tíðni.  Hlustun á efri tíðnum getur verið mjög gagnleg.  Sem dæmi mætti nefna að fyrstu stig legubilana skila sér alltaf í hárri tíðni.  Að auki er hægt að nota airborne ultrasound til að heyra vaccum og loftleka í háværum vélarsölum.  Svo er vert að nefna að hægt er að greina cavitation í dælum og í frárennslislögnun frá vatnsaflsvirkjunum.

Starfsmenn HD er vottaðir í airborne ultrasound, level 1 og 2

3D Skönnun

Við hjá HD erum með til þjónustu fyrir viðskiptavini okkar þrívíddarskanna af fremstu gerð.  Skanninn er með nákvæmni upp á +/-0.02mm og tekur 1.3 milljón mælipunkta á sekúndu.  Mjög einfalt er að skanna inn óreglulega hluti og skönnunin sjálf er ekki tímafrek.  Út frá þeim gögnum er hægt að búa til heilstætt þrívítt líkan (solid model) sem nýtist í teikningasett eða í framleiðslu á íhlutum.  Einnig getur skanninn borið saman tvo íhluti og greint muninná þeim með mikilli nákvæmni.

Tengiliður

Illugi Njálsson
illugi@hd.is  
M: 867-0636

Ástandsgreining vélbúnaðar

Artesis er leiðandi fyrirtæki í ástandsgreiningu á vélbúnaði.
Artesis hefur þróað lausn sem getur mælt heilsu vélbúnaðar með því að mæla raforku sem rafmótor notar eða rafala býr til.
Helsti kostur er að engin þörf að hafa mannskap í vöktun þar sem mælabúnaðurinn lærir hegðun vélbúnaðar og ef upp kemur afbrigði í vélbúnaði bendir tækið á hvar og hvað skal athuga sérstaklega.
Fleiri kostir eru: mæla orkusóun vegna bilunar (t.d. ójafnvægi skapar aukna orkunotkun sem eykur rekstrarkostnað vélbúnaðar)

Tengiliður:
Róbert Svansson
S:864 5441
robert@hd.is 

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.