Þjónusta við vökvatjakka

Flestar okkar starfsstöðvar hafi aðstöðu til þess að þjónusta vökvatjakka, þó er starfsstöð okkar í  Kópavogi með sérhæft tjakkaverkstæði. Þar fer saman mikil þekking og áralöng reynsla á nýsmíði, endurhönnun, endursmíði og viðhaldi vökvatjakka sem og lofttjakka. 

Þekking og reynsla starfsmann skiptir sköpum við efnisval eins og hitaþolin þétti og smíðaefni sem notuð eru. HD hefur þjónustað vökvatjakka fyrir öll helstu iðnaðar og framleiðslufyrirtæki landsins til margra ára.

Þjónusta HD á hærra stig

  • Nýsmíði á vökvatjökkum
  • Þrýsti-prófanir á vökvatjökkum
  • Viðhald á vökvatjökkum
  • Ráðgjöf við val á þéttum
  • Innflutningur varahlutum
  • Rennismíði íhluta
  • 3D skönnun
  • Hönnun á nýjum tjökkum
Öruggar, snjallar og sjálfbærar lausnir kalla fram aukið rekstraröryggi

Fyrsta val viðskiptavina sem þjónustuaðili í vélbúnaði, tækniþjónustu og stálsmíði á landsvísu.

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.