Lokar og drif

HD sérhæfir sig í innflutningi og sölu á rafmagnslokadrifum og fjölbreyttum lokabúnaði sem hannaður er með þarfir íslensks iðnaðar í huga. Hér að neðan má sjá hluta af úrvalinu – en við bjóðum mun víðtækari lausnir. Söludeild HD veitir faglega ráðgjöf og upplýsingar um hvaða búnaður hentar þínum rekstri best.

HD er viðurkenndur söluaðili og þjónustuaðili fyrir AUMA rafdrifin lokadrif og sér um uppsetningu, stillingar og ráðgjöf í samstarfi við AUMA Scandinavia.

Við veitum einnig viðhalds- og þjónustuþjónustu á AUMA lokadrifum í samstarfi við framleiðandann – til að tryggja öruggan og langlífan rekstur.

Tengiliður
Oddsteinn Guðjónsson
Sölusvið
Sölumaður
Dusan Loki Markovic
Sölusvið
Sölumaður

HD er söluaðili á fjölbreyttum rennilokum frá traustum framleiðendum á borð við Askalon í Danmörku og VAG.

Lokarnir henta vel fyrir ýmis notkunarsvið þar sem krafist er mikils þrýstiþols, endingar og áreiðanleika.

Tengiliður
Oddsteinn Guðjónsson
Sölusvið
Sölumaður
Dusan Loki Markovic
Sölusvið
Sölumaður

HD er söluaðili á kúlulokum frá traustum framleiðendum eins og KTM, Neotecha og K-Ball.

Við sérhæfum okkur í vali á lokum fyrir krefjandi aðstæður, þar sem þörf er á endingargóðum og áreiðanlegum lausnum.

Í þessum vöruflokki er takmarkað úrval á lager, en við aðstoðum við sérpantanir og magnpantanir eftir þörfum hvers verkefnis.

Tengiliður
Oddsteinn Guðjónsson
Sölusvið
Sölumaður
Dusan Loki Markovic
Sölusvið
Sölumaður

HD hefur um árabil þjónustað spjaldloka fyrir virkjanir og veitur, þar sem lokar eru oft sérhannaðir fyrir hverja einstaka uppsetningu.

Nú höfum við aukið úrvalið með lausnum sem henta einnig fyrir sjó, fiskeldi og tærandi miðla. Nýjasta viðbótin er Keystone Composite spjaldlokar – smíðaðir úr koltrefjastyrktri plastblöndu sem þolir vel hita, efna- og umhverfistæringu. Lokarnir eru léttir, endingargóðir og hagstæðir í verði, sem gerir þá að frábæru vali fyrir íslenskar aðstæður.

Tengiliður
Oddsteinn Guðjónsson
Sölusvið
Sölumaður
Dusan Loki Markovic
Sölusvið
Sölumaður
Keystone Composit loki

HD aðstoðar viðskiptavini við val á réttum stjórnloka, með hliðsjón af flæðiskilyrðum og vinnuaðstæðum.

Algengur misskilningur er að allir lokar henti sem stjórnlokar – en rangt val getur valdið caviteringu, miklu sliti og jafnvel skemmdum langt fyrir eðlilega endingu lokans.

Hjá HD notum við caviteringar- og flæðilíkön til að greina aðstæður og mælum með viðeigandi lausn – án endurgjalds ef lokinn er keyptur hjá okkur.

Tengiliður
Oddsteinn Guðjónsson
Sölusvið
Sölumaður
Dusan Loki Markovic
Sölusvið
Sölumaður

HD selur og þjónustar hnífloka og aðrennslisloka frá VAG, sem henta fyrir fjölbreyttar aðstæður þar sem krafist er traustrar flæðistýringar og lágmarks viðhalds.

VAG lokarnir eru vel þekktir fyrir áreiðanleika og endingargæði – hvort sem er í vatnsveitum, fráveitum eða öðrum kröftugum iðnaðarnotum.

Tengiliður
Oddsteinn Guðjónsson
Sölusvið
Sölumaður
Dusan Loki Markovic
Sölusvið
Sölumaður

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.