Dælur

Dælubúnaður gegnir lykilhlutverki í fjölmörgum iðngreinum. HD býður úrval dælna frá traustum framleiðendum, sérvaldar með íslenskar aðstæður í huga. Hjá HD fá viðskiptavinir faglega ráðgjöf sem byggir á áratugareynslu sérfræðinga okkar á fjölbreyttum notkunarsviðum. Við tökum mið af eiginleikum vökvans eða þess sem á að dæla – eins og seigju, hitastigi og tæringu – sem og aðstæðum á borð við flutningsfjarlægð, þrýsting og umfang. HD býður dælur í fjölbreyttum stærðum, gerðum og efnisvali – og höfum mikið úrval til á lager, tilbúið til afhendingar fyrir fjölmörg verkefni. Dælur frá HD eru í notkun um land allt – meðal annars við flutning fiskafurða og dælingu á sjó, jarðhitavökva, eldsneyti og drykkjarvatni, auk fráveita og annarra innviða þar sem áreiðanleiki skiptir máli.

HD býr að áratuga reynslu í vali og hönnun borholudælna og djúpdælukerfa. Við val á búnaði er tekið mið af aðstæðum hverju sinni – svo sem dýpi niður á vatnsborð, afkastakröfum, hitastigi og efnisinnihaldi vökvans.

HD býður öxuldælur sem hafa reynst einstaklega áreiðanlegar, sérstaklega í hitaveitukerfum. Yfir 120 slíkar lausnir eru nú í daglegri notkun víðsvegar um landið.

Við bjóðum einnig sambyggðar djúpdælur fyrir heitt og kalt vatn og jarðsjó – allt frá lausnum fyrir minni veitur upp í öflugar háspenntar dælur með mikla nýtni og nánast ótakmarkaða dýptarmöguleika.

Tengiliður
Símon Þór Hansen
Sölusvið
Tæknilegur ráðgjafi, söludeild
Dusan Loki Markovic
Sölusvið
Sölumaður

Brunndælur henta vel til að dæla ferskvatni eða sjó úr grunnum brunnum eða vatnsbólum, og eru vinsælar sem slógdælur í skipum, fiskvinnslum og verksmiðjum þar sem traustur búnaður skiptir máli.

HD býður brunndælur frá Dreno og Calpeda og veitir faglega ráðgjöf við val og aðlögun að notkunarskilyrðum.

Tengiliður
Dusan Loki Markovic
Sölusvið
Sölumaður
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Sölusvið
Sölu- og markaðsstjóri

Hringrásardælur eru notaðar þar sem tryggja þarf stöðugt flæði í hitakerfum, kælikerfum og öðrum lokuðum hringrásum, bæði með ferskvatni og sjó. Þær henta sérstaklega vel fyrir sjávarútveg, iðnað og veitufyrirtæki þar sem orkunýting og áreiðanleiki skipta máli.

HD býður frá traustum framleiðendum eins og SPP og Calpeda, og veitir faglega ráðgjöf við val og aðlögun að kerfum og rekstraraðstæðum.

Tengiliður
Dusan Loki Markovic
Sölusvið
Sölumaður
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Sölusvið
Sölu- og markaðsstjóri

Lensidælur eru hannaðar til að dæla frárennslisvökva og óhreinu vatni á skilvirkan og öruggan hátt. Þær eru mikið notaðar í skipum, fiskeldi, verksmiðjum og öðrum krefjandi rekstri þar sem áreiðanleiki og ending eru lykilatriði.

HD býður fjölbreytt úrval lensidæla frá traustum framleiðendum eins og BBA og Calpeda, og veitir faglega ráðgjöf við val og útfærslu fyrir mismunandi aðstæður og vökvategundir.

Tengiliður
Dusan Loki Markovic
Sölusvið
Sölumaður
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Sölusvið
Sölu- og markaðsstjóri

Svokallaðar Monodælur draga nafn sitt af framleiðandanum Mono (NOV Mono) sem er alþjóðlega þekktur framleiðandi. Monodælur eru skrúfudælur sem henta sérstaklega vel til að dæla seigum, föstum eða óhreinum vökvum með stöðugu og stýrðu flæði – þar sem hefðbundnar dælugerðir ráða ekki við verkið.

Monodælur eru mikið notaðar í matvælaiðnaði, fiskeldi, fráveitum, efnavinnslu og orkutengdri starfsemi, m.a. í olíu- og gasiðnaði. Þær eru þekktar fyrir áreiðanleika og góða endingu.

HD er með einkaumboð fyrir Nov Mono á Íslandi og veitir faglega ráðgjöf um útfærslur, efnisval og viðhald í flóknum og krefjandi dæluverkefnum.

Tengiliður
Oddsteinn Guðjónsson
Sölusvið
Sölumaður
Dusan Loki Markovic
Sölusvið
Sölumaður

Tannhjóladælur henta sérstaklega vel til dælingar á hráolíu, smurolíu, afgangsolíu og öðrum seigum vökvum þar sem þörf er á jöfnu og nákvæmu flæði. Þær eru einnig algengar sem trimmdælur í skipum, þar sem rekstraröryggi og ending skipta sköpum.

HD býður tannhjóladælur frá Ultra Pump sem hafa fjölbreytt notkunarsvið – allt frá dælingu úr tönkum og stöðugri framleiðslu til sérhæfðs vökvaflutnings við krefjandi aðstæður.

Ultra Pump er öflug dælulausn þar sem há afköst, stöðugleiki og ending skipta máli, sérstaklega í iðnaði, sjávarútvegi og orkutengdri starfsemi.

Tengiliður
Oddsteinn Guðjónsson
Sölusvið
Sölumaður
Dusan Loki Markovic
Sölusvið
Sölumaður

HD býður öflugar spjaldadælur frá Haarslev sem eru sérstaklega hannaðar til flutnings á heilum, hökkuðum eða soðnum fiski.

Dælurnar eru sterkar, endingargóðar og sérlega vel til þess fallnar að flytja hráefni með litlu vökvamagni og stórum ögnum. Þær skila stöðugum þrýstingi yfir langar vegalengdir – allt að 200 metra – án þess að fara illa með hráefnið.

Þrjár stærðir eru í boði: HM25, HM35 og HM45, með afköst frá 3 upp í 200 tonn á klukkustund, eftir stærð og snúningshraða. Þrátt fyrir mikla afkastagetu eru dælurnar orkusnauðar og hagkvæmari í rekstri en hefðbundin flutningskerfi.

HD tryggir einnig áreiðanlega þjónustu, með reglulegu birgðahaldi á lykileiningum og slitflötum til að stytta viðgerða- og niðritíma.

Tengiliður
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Sölusvið
Sölu- og markaðsstjóri

HD býður miðflóttaraflsdælur frá SPP í Bretlandi og ítalska framleiðandanum Calpeda, sem hefur sérhæft sig í þróun og framleiðslu á dælum í yfir 50 ár.

HD getur boðið meira en 1.000 týpur – allt frá 0,5 hö upp í 175 hö – sem henta fyrir fjölbreytt verkefni í dælingu á vatni, bæði í iðnaði, veitukerfum og byggingum.

HD heldur mikið úrval Calpeda og SPP dælum á lager og veitir faglega aðstoð við val á búnaði miðað við aðstæður, afkastakröfur og notkunarsvið.

Tengiliður
Oddsteinn Guðjónsson
Sölusvið
Sölumaður
Dusan Loki Markovic
Sölusvið
Sölumaður

HD býður þrepadælur frá ítalska framleiðandanum Calpeda í fjölbreyttum stærðum fyrir margvíslega notkun – allt frá sumarhúsum til skipa og verksmiðja.

Fyrir krefjandi aðstæður í sjávarumhverfi og iðnaði eru dælurnar fáanlegar úr AISI 316 ryðfríu stáli, sem veitir framúrskarandi tæringarvörn og langan líftíma.

Við bjóðum einnig hagkvæmar og áreiðanlegar lausnir fyrir minni kerfi og sumarhús, þar sem einfalt viðhald og stöðugur rekstur skiptir máli.

Tengiliður
Oddsteinn Guðjónsson
Sölusvið
Sölumaður
Dusan Loki Markovic
Sölusvið
Sölumaður

HD býður ryðfríar dælur frá Inoxpa, sérhannaðar fyrir fiskvinnslu og matvælaiðnað þar sem hreinlæti, nákvæmni og ending skipta höfuðmáli.

Dælurnar eru úr hágæða ryðfríu stáli og fullkomlega matvælavottaðar, sem gerir þær hentugar fyrir flutning á hráefnum, vökvum og hreinsivökva innan strangra gæðaviðmiða.

Inoxpa er viðurkennt vörumerki í matvælaiðnaði og HD veitir faglega aðstoð við val og útfærslu dælulausna sem standast kröfur í nútímavinnslu.

Tengiliður
Oddsteinn Guðjónsson
Sölusvið
Sölumaður
Dusan Loki Markovic
Sölusvið
Sölumaður

Ydra, Model K er öflug hökkunardæla sem hentar sérstaklega vel fyrir seiði og lax án forhökkunar. Hjólið er búið sérhönnuðum hnífum sem tryggja skilvirka vinnslu og framleiðslu á hágæða fiskimassa.

Dælan er með samþættri kvörn og hönnuð til að sameina hökkun og flutning, án þess að skemma hráefnið. Þetta gerir hana sérlega hentuga fyrir fiskimjölsvinnslu og aðra vinnsluferla þar sem jafnvægi milli afkasta og mjúkrar meðferðar er lykilatriði.

Tengiliður
Oddsteinn Guðjónsson
Sölusvið
Sölumaður
Dusan Loki Markovic
Sölusvið
Sölumaður

Vaughan Chopper Pump er öflug miðflóttaaflsdæla með samþættu saxkerfi sem brýtur niður föst efni strax við inntakið, áður en þau komast að dæluhjólinu. Þetta dregur verulega úr hættu á stíflum og verndar bæði dæluna og búnaðinn sem á eftir kemur – sem skilar sér í áreiðanlegum rekstri og minni viðhaldskostnaði.

Dælan hentar sérlega vel fyrir fráveitukerfi, en er einnig fáanleg í útfærslu fyrir lensibrunna skipa, þar sem hún vinnur auðveldlega með efni eins og hausa, hryggi og spotta.

Einkaleyfisvarið skurðarblaðakerfi Vaughan er úr hita­meðhöndluðu steyptu stáli og hefur mikinn högg- og slitstyrk. Það saxar vandræðavaldandi efni eins og bleyjur, efnisbúta og snæri með mikilli nákvæmni og dregur verulega úr hættu á stíflum.

HD er umboðsaðili Vaughan Pumps á Íslandi og veitir faglega ráðgjöf um val og útfærslu fyrir fráveitur, skip og iðnað.

Tengiliður
Oddsteinn Guðjónsson
Sölusvið
Sölumaður
Dusan Loki Markovic
Sölusvið
Sölumaður

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.