Tækniþjónusta HD býr að áratuga reynslu í vali og hönnun borholudælna og djúpdælukerfa. Við val á réttum búnaði þarf að taka mið af aðstæðum hverju sinni og má þar meðal annars nefna, dýpi niður á vatnsborð, óskir um afköst, hitastig vökvans, efnisinnihald vökvans og fleiri þætti. HD býður öxuldælur sem hafa sýnt sig og sannað að vera áreiðanlegustu borholudælur sem völ er á fyrir t.a.m. hitaveituvatn. Yfir 120 kerfi öxuldælna frá HD er í daglegum rekstri hér á landi. Við bjóðum einnig sambyggðar djúdælur fyrir heitt og kalt vatn og jarðsjó. Við útvegum breiðan skala af sambyggðum dælum sem henta fyrir minni veitur yfir í afkastamiklar háspenntar dælur með frábæra nýtni og nær ótakmörkuðum dýptarmöguleikum.
Brunndælur 1 1/4″ – 6″ fyrir ferskvatn og sjó, vinsælar sem slógdælur um borð í skipum og í verksmiðjum.
Hringrásardælur fyrir ferskvatn og sjó frá þekktum framleiðendum.
Lensidælur fyrir allan iðnað t.d.skip, verksmiðjur og fiskeldi.
HD hafa tekið við umboði fyrir Nov Mono dælur á Íslandi.
Tannhjóladælur fyrir hráolíu, smurolíu og afgangsolíu einnig sem trimmdælur í skip.
Flutningur á fiski frá einu tæki til annars þarf að ganga snuðrulaust. Til flutnings á fisk, heilum, hökkuðum og soðnum er HD með 3 gerðir af spjaldadælum frá Haarslev. HM25, HM35 og HM45. Afköst fara eftir stærð og snúningshraða allt frá 3 – 200 T/klst.
HD býður einnig uppá varahluti í dælur og erum við með nokkuð af vörum á lager.
HD býður upp á mikla breidd af dælum frá Calpeda. Yfir 1000 týpur frá 0,5 hö til 175 hö.
Calpeda hefur selt dælur í yfir 50 ár út um allan heim
Eigum mikið af dælum á lager.
Vökvadælur fyrir skip og verksmiðjur.
Þrepadælur fyrir skip og verksmiðjur úr AISI 316 stáli í mörgum stærðum. Einnig þrepadælur fyrir sumarbústaði.
Ryðfríar dælur fyrir fiskvinnslur og matvælaiðnað. Dælurnar eru frá Inoxpa og eru matvælavottaðar.
Model K er öflug kvörn dæla sem er hentugur fyrir seiði og lax án þess að for hakka. Hjólin í kvörninni eru sérhönnuð með hnífum til þess að hámarka gæði fiskimassans á skilvirkan hátt.
Vesturvör 36,
200 Kópavog
Kt. 431298-2799
+354 560 3600
hd@hd.is
Facebook
LinkedIn