Öryggi er okkar hjartans mál og við skilgreinum öryggi sem líkamlegt öryggi, rekstraröryggi, upplýsingaöryggi og tilfinningalegt öryggi – öryggi er fyrir okkur öll.
ISO 9001 GÆÐAVOTTORÐ HD
Allar starfsstöðvar vinna eftir sama gæðastjórnunarkerfi, en ISO 9001 vottun nær eingöngu til starfsstöðva í Kópavogi, Mosfellsbæ, Akureyri, og þeirrar þjónustu sem veitt er þaðan.
Stefna HD um sjálfbærni miðar að því að rekstur fyrirtækisins verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi út frá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Sjálfbærnistefnan nær til allrar starfsemi HD og starfsfólk jafnt sem stjórn skal virða hana í öllum störfum sínum. Til að styðja við stefnuna hefur fyrirtækið valið 3 markmið af sautján markmiðum sameinuðu þjóðanna. Munu þessi markmið verða leiðarljós í sjálfbærnivegferð fyrirtækisins.