Stefnur

Gildi HD

  • Öryggi

    • Við setjum öryggi starfsmanna okkar ofar öllu, öryggi starfsmanna er okkar mikilvægasta mál. Við erum yfirveguð og eigum auðvelt með að skapa yfirsýn og tryggjum þannig rekstraröryggi viðskiptavina okkar. Við hugsum vandlega heildarmyndina áður en við framkvæmum. Öryggi er fyrir alla starfsmenn og nær yfir líkamlegt og tilfinningalegt öryggi sem og upplýsinga- og rekstraröryggi.
  • Heiðarleiki

    • Við berum virðingu hvert fyrir öðru, viðskiptavinum okkar og því umhverfi sem við störfum í. Við erum traustins verð, komum heiðarlega fram og stöndum við það sem við segjum. Við erum hreinskiptin og segjum hlutina eins og þeir eru, en erum jafnframt jákvæð og sanngjörn og komum fram við fólk eins og við viljum að það sé komið fram við okkur. Við stöndum vörð um gildin okkar og leiðbeinum hvert öðru þegar þess þarf.
  • Þjónustulund

    • Við erum hjálpsöm og hlustum á þarfir viðskiptavina, samstarfsfólks og samstarfsaðila okkar. Við setjum þjónustu okkar við viðskiptavini og hvert annað í öndvegi. Við leitumst við að afhenda virði til viðskiptavina á réttum stað, á réttum tíma, í réttum gæðum og á réttum kostnaði. Framúrskarandi þjónusta krefst liðsheildar sem vinnur saman og er tilbúin að hjálpa hvert öðru.
  • Fagmennska

    • Við erum fagfólk út í fingurgóma og með reynslu okkar og þekkingu tryggjum við viðskiptavinum okkar bestu lausnirnar. Við miðlum reynslu okkar til hvers annars og þróum Hæfni starfsmanna okkar sífellt til að tryggja að fagmennska okkar sé í sérflokki. Gæði vinnu okkar skiptir okkur miklu máli og við leitumst við að gera hlutina rétt í fyrstu tilraun. Með stöðugri umbótamenningu hjálpum við hvert öðru að verða betri í öllum sem við gerum

GILDIN SEM VIÐ VINNUM EFTIR

Öryggisstefna HD

  • Öryggi er okkar hjartans mál og við skilgreinum öryggi sem líkamlegt öryggi, rekstraröryggi, upplýsingaöryggi og tilfinningalegt öryggi – öryggi er fyrir okkur öll.
  • Öryggi er uppspretta skilvirkni í rekstri og við stuðlum að því að starfsfólk okkar séu með ríka öryggisvitund.
  • Við ætlum að verða slysalaust fyrirtæki og við notum menningu stöðugra umbóta sem leið til þess. Við viljum hafa öruggt vinnuumhverfi og vinnuaðstöðu og með stöðugum umbótum erum við sífellt að gera starfsumhverfi okkar betra og öruggara.
  • Við hjálpum hvert öðru að byggja upp öryggismenningu og leiðbeinum hvert öðru þegar eitthvað má betur fara. Allir starfsmenn eiga að tileinka sér það viðhorf að segja frá og vekja athygli á því þegar hlutir mættu betur fara í öryggismálum.
  • Við vinnum með verktökum, samstarfsaðilum, viðskiptavinum og öðrum hagaðilum að því að skapa öruggt starfsumhverfi og við erum saman í liði með þessum aðilum í því að tryggja öryggi allra sem koma að verkefnum okkar. Við virðum öryggisreglur annarra en ef okkar reglur ganga lengra förum við alltaf eftir þeim og mælumst til að aðrir geri það líka – við gefum aldrei afslátt af öryggiskröfunum okkar.
  • Við störfum oft á hættusvæðum en komum heil heim þrátt fyrir það og þrátt fyrir að hlutir fari mögulega úrskeiðis á verkstað þar sem við framkvæmum áhættumat á verkefnum áður en þau hefjast.
  • Við útvegum allan þann búnað sem nauðsynlegur er til að tryggja öryggi starfsmanna. Starfsfólk ber sameiginlega ábyrgð á því að nota slíkan búnað (hjálmar, öryggisgleraugu, -skór, -merkingar o.s.frv.) og tryggja að við öll gerum það.
  • Almenn umgengni er mikilvægt öryggisatriði, við göngum frá eftir okkur strax að verki loknu og skiljum við hlutina eins og við viljum koma að þeim. Þetta á jafnt við umgengni á verkstæði og umgengni í tölvukerfum.
  • Markmið okkar er að byggja upp skilvirkt öryggiskerfi þar sem við tökum út vinnusvæðin okkar og förum í heimsóknir til hvers annars og hjálpumst við að byggja upp og þróa sterka öryggismenningu.
  • Allir starfsmenn eiga rétt á að koma heilir heim! Þetta gildir á hverjum degi um öll störf innan starfseminnar, við viljum engan skaða eða tjón á líkamlegu eða andlegu atgervi starfsmanna okkar.

ÖRYGGISHANDBÓK HD

Gæðastefna HD

  • Við ætlum okkur að vera í fararbroddi hvað varðar gæðamál og við vitum að betri gæði og engir gallar þýða minni heildarkostnað.
  • Gæði stuðla ekki bara að betri rekstri okkar heldur einnig að betri rekstri viðskiptavina okkar.
  • 100% gæði og engir gallar eru ein af forsendum starfseminnar og við náum því einungis með því að byggja upp menningu stöðugra umbóta.
  • Við vöndum okkur og tökum ekki að okkur verk sem ekki er hægt að framkvæma faglega í hæstu gæðum og á öruggan hátt. Við ábyrgjumst gagnvart viðskiptavinum að öll okkar verk séu samkvæmt ýtrustu gæðakröfum. Við greinum opinberar kröfur og aðrar kröfur sem við eiga og tryggjum að þær séu uppfylltar.
  • Við höfum ekkert umburðarlyndi fyrir hálfkák
    eða óvönduðum vinnubrögðum. Við skilum aldrei af okkur verki sem við erum ekki stolt af. Ekkert fer óskoðað frá okkur og við vinnum frekar verkið aftur eða notum meiri tíma til að laga það sem mögulega fer úrskeiðis.
  • Við leggjum ríka áherslu á að rækta gæðamenningu meðal alls starfsfólks og gefum aldrei afslátt af gæðum. Við byggjum upp virkt gæðakerfi þar sem stöðlun er markviss og í stöðugri þróun.
  • Með menningu stöðugra umbóta virkjum við hugvita allra starfsmanna okkar og finnum þannig sífellt leiðir til að skila enn betra verki.
  • Við einsetjum okkur að gera hlutina rétt í fyrstu tilraun og sendum aldrei vandamál áfram í virðiskeðjunni okkar. Gæði eiga ekki bara við verklag í framleiðslu eða á verkstað heldur í öllu sem við gerum alstaðar í starfeminni.
  • Allir starfsmenn bera ábyrgð á gæðamálum, gerð gæðamarkmiða og gæðastaðla. Framúrskarandi gæði fást eingöngu með samstilltum hug allrar liðsheildarinnar.
  • Hvert teymi og hver rekstrareining innan starfseminnar hefur sem markmið að vera gallalaus og ná þannig fram skilvirkni sem gefur samkeppnisforskot.

ISO 9001 GÆÐAVOTTORÐ HD
Allar starfsstöðvar vinna eftir sama gæðastjórnunarkerfi, en ISO 9001 vottun nær eingöngu til starfsstöðva í Kópavogi, Mosfellsbæ, Akureyri, og þeirrar þjónustu sem veitt er þaðan.

Jafnlaunastefna

  • Öll störf innan félagsins eru mikilvæg og við berum jafn mikla virðingu fyrir öllum störfum.
  • Allir starfsmenn hafa jafnan rétt til að vaxa í starfi. Við bjóðum sömu kjör fyrir sömu vinnu óháð kyni, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum og/eða skoðunum.
  • Kynjabundið ofbeldi, einelti og hvers konar óhefluð framkoma á ekki heima í fyrirtækinu okkar. Við umberum ekki menningu þar sem gert er lítið úr eða hæðst að kyni, útliti, kynhegðun, trú eða skoðunum.
  • Það er pláss fyrir alla hjá okkur og við sýnum mismunandi þörfum skilning. Við hvetjum alla til að sækja um störf hjá okkur.
  • Við sjáum mikið tækifæri í að auka þátttöku kvenna í iðn- og tæknistörfum og aukin þátttaka kvenna mun styrkja samkeppnisstöðu okkar inn í framtíðina.
  • Starfsfólkið okkar hefur jafnan aðgang að starfstækifærum og starfsþróun innan félagsins.
  • Hvers konar ójafnrétti eða óréttlæti á sér engan stað í fyrirtækinu okkar. Við komum fram við hvert annað eins og við viljum að það sé komið fram við okkur sjálf.
  • Stjórnunin okkar er hreinskiptin og við veitum starfsfólki heiðarlega endurgjöf, sem við gerum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
  • Jafnlaunastefna okkar gildir fyrir okkur öll en einnig fyrir samskipti okkar við verktaka, samstarfsaðila, birgja og viðskiptavini.

    JAFNLAUNAVOTTORÐ HD

Sjálfbærnistefna HD

Stefna HD um sjálfbærni miðar að því að rekstur fyrirtækisins verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi út frá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Sjálfbærnistefnan nær til allrar starfsemi HD og starfsfólk jafnt sem stjórn skal virða hana í öllum störfum sínum. Til að styðja við stefnuna hefur fyrirtækið valið 3 markmið af sautján markmiðum sameinuðu þjóðanna. Munu þessi markmið verða leiðarljós í sjálfbærnivegferð fyrirtækisins.

  • Heimsmarkmið 7- Sjálfbær orka 

    • HD sérhæfir sig í þjónustu við orkufyrirtæki sem miðar að því að fyrirtæki þurfi ekki að senda hluti erlendis í viðgerðir og minnkar þannig kolefnisspor sinna viðskiptavina.
    • HD er með samning við Klappir til að fylgjast með kolefnisspori sínu og nýtir græna orkugjafa eins og unnt er í sinni starfsemi.
    • HD hefur það markmið að auka notkun rafmagnsbíla i sinni starfsemi.
    • HD leggur áherslu á aðgengi að hleðslustöðvum fyrir starfsmenn og viðskiptavini við sínar starfsstöðvar
  • Heimsmarkmið 8 – Góð atvinna og hagvöxtur

    • Í samræmi við hlutverk HD sem er að þjónusta fyrirtæki í iðnaði, orkugeira og sjávarútvegi leggur fyrirtækið áherslu á tæknibreytingar og nýsköpun.

    • HD leggur metnað sinn í góðan og ábyrgan rekstur fyrirtækisins og forðast allra sóun í sinni starfsemi.

    • HD hvetur ungmenni án atvinnu til að gerast iðnnemar og þiggja fyrir það laun.

    • HD leggur mikla áherslu á réttindi starfsmanna á vinnumarkaði og skiptir eingöngu við viðurkenndar starfsmannaleigur sem uppfylla kröfur fyrirtækisins.

    • HD hefur verið duglegt að taka á móti starfsnemum og hugsa vel um þá og veita þeim tækifæri til starfsþróunar og hlotið viðurkenningu fyrir framlag sitt til móttöku iðnnema.

  • Heimsmarkmið 12 Ábyrg neysla og framleiðsla

    • HD aðstoðar fyrirtæki við að viðhalda búnaði, koma í veg fyrir óþarfa rekstrarstopp og stuðla þannig að skilvirkri nýtingu auðlinda.

    • HD leggur áherslu á umhverfisvæna meðferð efna og að meðhöndlun úrgangs og spilliefna sé í samræmi við alþjóðlegar kröfur.

    • HD leggur mikla áherslu á að gera starfsemi sína sjálfbærari þar sem þess er kostur með því að endurnýta þar sem unnt er í stað þess að ganga á nýjar auðlindir.

    • HD leggur metnað sinn í að skipta við fyrirtæki sem sína ábyrgð í sínum rekstri og viðskiptum.

 

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.