
HD býður öflugar spjaldadælur frá Haarslev sem eru sérstaklega hannaðar til flutnings á heilum, hökkuðum eða soðnum fiski.
Dælurnar eru sterkar, endingargóðar og sérlega vel til þess fallnar að flytja hráefni með litlu vökvamagni og stórum ögnum. Þær skila stöðugum þrýstingi yfir langar vegalengdir – allt að 200 metra – án þess að fara illa með hráefnið.
Þrjár stærðir eru í boði: HM25, HM35 og HM45, með afköst frá 3 upp í 200 tonn á klukkustund, eftir stærð og snúningshraða. Þrátt fyrir mikla afkastagetu eru dælurnar orkusnauðar og hagkvæmari í rekstri en hefðbundin flutningskerfi.
HD tryggir einnig áreiðanlega þjónustu, með reglulegu birgðahaldi á lykileiningum og slitflötum til að stytta viðgerða- og niðritíma.