Fishmeal equipment

HD hefur um árabil þjónustað íslenskan sjávarútveg og verið virkur samstarfsaðili fiskimjölsiðnaðarins með ráðgjöf, stálsmíði, sölu, uppsetningu og viðhaldi búnaðar. Til að styrkja þjónustu okkar enn frekar höfum við átt í árangursríku samstarfi við Haarslev, sem er eitt fremsta fyrirtæki heims á sviði búnaðar til framleiðslu á fisk- og kjötmjöli. Í gegnum samstarfið við Haarslev getur HD boðið sérhæfðan búnað fyrir fiskimjölsframleiðslu, bæði fyrir skip og hefðbundnar verksmiðjur í landi. Við bjóðum upp á heildarlausnir eða einstök tæki, allt eftir þörfum viðskiptavinarins. Hafðu samband við ráðgjafa HD og fáðu lausn sem hentar þínum rekstri

HD býður öflugar spjaldadælur frá Haarslev sem eru sérstaklega hannaðar til flutnings á heilum, hökkuðum eða soðnum fiski.

Dælurnar eru sterkar, endingargóðar og sérlega vel til þess fallnar að flytja hráefni með litlu vökvamagni og stórum ögnum. Þær skila stöðugum þrýstingi yfir langar vegalengdir – allt að 200 metra – án þess að fara illa með hráefnið.

Þrjár stærðir eru í boði: HM25, HM35 og HM45, með afköst frá 3 upp í 200 tonn á klukkustund, eftir stærð og snúningshraða. Þrátt fyrir mikla afkastagetu eru dælurnar orkusnauðar og hagkvæmari í rekstri en hefðbundin flutningskerfi.

HD tryggir einnig áreiðanlega þjónustu, með reglulegu birgðahaldi á lykileiningum og slitflötum til að stytta viðgerða- og niðritíma.

Contact
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Sölusvið
Sales and marketing manager

Til þess að breyta stærð hráefnis í fiskimjölsvinnslu þarf að mauka eða hakka efnið áður en það fer í frekari vinnslu. HD býður nú breiða línu af hakkurum frá Haarslev, sem henta mismunandi þörfum og aðstæðum – allt frá smáum hakkavélum til öflugra tveggja öxla hakkara fyrir stærri einingar.

Hakkarar frá Haarslev eru hannaðir með áreiðanleika og afkastagetu í fyrirrúmi og nýtast jafnt í verksmiðjum á landi sem og um borð í skipum.

  • Hágæða smíði
  • Öflug afkastageta
  • Lausnir fyrir mismunandi framleiðslustig
Contact
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Sölusvið
Sales and marketing manager

Mjölkælar gegna lykilhlutverki þar sem ná þarf stöðugri kælingu áður en mjölið fer í frekari meðhöndlun eða pökkun.

HD býður mjölkæla frá Haarslev í ýmsum stærðum og útfærslum – bæði úr ryðfríu stáli og svörtu stáli, eftir þörfum viðskiptavinarins og aðstæðum á hverjum stað.

Afkastageta mjölkælanna er frá 0,7 upp í 24 tonn á klukkustund, miðað við kælingu úr 90°C niður í 45°C við umhverfishita að 30°C.

  • Ryðfrítt eða svart stál
  • Mikið úrval stærða
  • Hönnun sem tryggir stöðuga og skilvirka kælingu
Contact
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Sölusvið
Sales and marketing manager

Til að aðskilja megnið af vökva úr soðnum fiskmassa eru pressur lykilþáttur í fiskimjölsframleiðslu. HD býður pressur frá Haarslev, sem er leiðandi á heimsvísu í búnaði fyrir próteinvinnslu.

Í boði eru bæði conical og biconical pressur, í mismunandi stærðum og útfærslum – allt eftir þörfum verksmiðju eða skips. Tvíöxla pressur frá Haarslev eru öflugar og áreiðanlegar, með afköst á bilinu 2,5–60 tonn á klukkustund.

  • Conical og biconical útfærslur
  • Mikið úrval stærða og afkasta
  • Henta jafnt fyrir skip og landvinnslu
Contact
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Sölusvið
Sales and marketing manager

Sniglar eru mikilvægur hluti flutningskerfa í fiskimjölsvinnslu, þar sem áreiðanleg og stöðug hreyfing hráefnis skiptir öllu máli.

HD býður snigla frá Haarslev í staðlaðri stærðalínu með skrúfuþvermál í 230, 300, 400, 500 og 600 mm. Hægt er að fá sniglana í svörtu stáli, ryðfríu stáli eða í blandaðri útfærslu, þar sem skrúfan er úr svörtu stáli og ytra byrði ryðfrítt – allt eftir þörfum og aðstæðum í vinnslu.

  • Staðlaðar stærðir í boði
  • Mismunandi efnisval eftir notkunarskilyrðum
  • Lausnir fyrir skip og landvinnslu

Contact
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Sölusvið
Sales and marketing manager

Sjóðarar gegna lykilhlutverki í fyrstu vinnsluskrefum fiskimjölsframleiðslu, þar sem hráefni er hitað upp og undirbúið fyrir frekari meðhöndlun.

HD býður sjóðara frá Haarslev í nokkrum útfærslum, hannaða með mismunandi vinnsluþarfir í huga. Þeir eru fáanlegir með suðugetu frá 3 og upp í 65 tonn á klukkustund, allt eftir gerð og stærð. Í boði eru meðal annars:

  • Skrúfusjóðarar – algengasta gerðin hér á landi

  • Lotus-sjóðarar

  • Hraðsjóðarar (Compact Coagulators)

.

Contact
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Sölusvið
Sales and marketing manager

Gæði fiskimjöls eru að töluvert háð árangursríkri og stöðugri þurrku. HD býður úrvals gufu-diskaþurrkara frá Haarslev sem hafa reynst afar vel bæði sem forþurrkarar og fullnaðarþurrkarar í fiskimjölsframleiðslu.

Diskaþurrkarar frá Haarslev eru hannaðir til að vinna undir umhverfisloftþrýstingi og tryggja jafna og örugga þurrkun við krefjandi aðstæður. Þeir eru í boði með hitafleti frá 60 upp í 650 m², allt eftir framleiðsluþörf.

  • For- og fullnaðarþurrkun
  • Hitafletir 60–650 m²
  • Fyrir skip og landvinnslu
Contact
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Sölusvið
Sales and marketing manager

Krafan um fullnýtingu hráefnis úr sjó verður sífellt háværari – og mjölvinnsla um borð í veiðiskipum er lykilþáttur í sjálfbærri nýtingu auðlinda.

HD býður nú sérsmíðaðar mjölvinnslulausnir fyrir skip í samstarfi við Haarslev, sem er leiðandi framleiðandi í heiminum á þessu sviði. Lausnir Haarslev eru þegar í notkun á fjölda skipa víða um heim og hafa sýnt fram á áreiðanleika, hagkvæmni og hágæða afurðir í krefjandi aðstæðum.

  • Heildarlausnir fyrir vinnslu um borð
  • Hönnun sniðin að rými og afköstum
Contact
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Sölusvið
Sales and marketing manager

What are you looking for?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.