– einn helsti sérfræðingur HD í viðtali hjá ThinkGeoEnergy.
ThinkGeoEnergy, alþjóðlegur vefmiðill og ein helsta upplýsingaveita jarðvarmageirans, hefur birt viðtal við Lýð Skúlason, sérfræðing í jarðvarmamálum og sviðsstjóra orkusviðs HD, þar sem fjallað er um þá uppbyggingu sem HD hefur leitt á sviði viðgerða og þjónustu við túrbínubúnað á Íslandi.
Í viðtalinu segir Lýður frá því hvernig HD hafi á undanförnum árum byggt upp öfluga innlenda getu í viðhaldi, endurbótum og samsetningu túrbínueininga. Með því hefur tekist að stytta þjónustutíma verulega og draga úr þörf á að senda búnað til viðgerða erlendis með tilheyrandi tilkostnaði.
HD hefur tekið að sér fjölbreytt verkefni fyrir orkufyrirtæki um land allt, þar á meðal reglubundið viðhald og stærri endurbætur. Nýverið var lagt lokahönd á uppsetningu nýrrar túrbínu við Svartsengi, þar sem sérhæfð tæknivinna, stillingar og samsetning voru í höndum HD.
Innlend þjónusta af þessu tagi skiptir íslenskan jarðvarmageira miklu máli – hún eykur rekstraröryggi, dregur úr kostnaði og styður við áframhaldandi þróun sjálfbærrar orkuvinnslu.
Lesa má viðtalið hér: ThinkGeoEnergy – Local turbine expertise strengthens Iceland geothermal sector.
Lýður Skúlason, sviðsstjóri orkusviðs HD:
„Við erum ótrúlega stolt af okkar fólki, sem hefur styrkt stöðu HD sem leiðandi tækniaðila í íslenskri orkuvinnslu.“