
Kristjánsbúrið er notað við löndun sjávarafla, þar sem fiskikör eða frystivörur eru hífð úr lest skips yfir á bryggju. Búrið heldur körunum stöðugum og öruggum með sjálfvirkri lokun við hífingu. Þegar það er sett niður og slaknar á vírnum, opnast búrið aftur. Þannig er komið í veg fyrir að kör falli og verulega dregið úr hættu á slysum (video).
Helstu eiginleikar og kostir:
- Tekur allt að fimm hæðir af fiskikörum – eykur afköst
- Sjálfvirk lokun og opnun við hífingu – eykur öryggi
- Flýtir fyrir löndun – sparar tíma og mannskap
- Körin snerta ekki bryggjuna – vörn gegn mengun og óhreinindum
- Fer betur með fiskikörin og lengir líftíma þeirra
- Útfærslur fyrir bæði ísfisk og frystivörur – aðlagað eftir þörfum viðskiptavina