Dælur

Dælubúnað má finna í flestum iðnaðargeirum landsmanna. Hjá HD starfa tækni- og iðnaðarmenn sem hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af hönnun, smíði og þjónustu dælubúnaðar. Vökvar hafa mismunandi efnasamsetningu og seigju vökvans hefur einnig áhrif á val á dælubúnaði sem og hitastig vökvans sem á að dæla og efnisinnihald vökvans sem getur valdið tæringu á dælubúnaði. Til þess að mæta fjölbreyttum kröfum viðskiptavina bjóðum við dælur af ýmsum stærðum, eiginleikum og efnissamsetningu. Dælubúnaður frá HD er dagleg nýttur til þess að flytja fiskafurðir, jarðhitavökva, eldsneyti og drykkjarvatn og sinnir mikilvægum verkefnum í fráveitum landsmanna svo eitthvað sé nefnt. Hér fyrir neðan má sjá þær dælugerðir sem HD býður viðskiptavinum sínum um land allt.

Tækniþjónusta HD býr að áratuga reynslu í vali og hönnun borholudælna og djúpdælukerfa. Við val á réttum búnaði þarf að taka mið af aðstæðum hverju sinni og má þar meðal annars nefna, dýpi niður á vatnsborð, óskir um afköst, hitastig vökvans, efnisinnihald vökvans og fleiri þætti. HD býður öxuldælur sem hafa sýnt sig og sannað að vera áreiðanlegustu borholudælur sem völ er á fyrir t.a.m. hitaveituvatn. Yfir 120 kerfi öxuldælna frá HD er í daglegum rekstri hér á landi. Við bjóðum einnig sambyggðar djúdælur fyrir heitt og kalt vatn og jarðsjó. Við útvegum breiðan skala af sambyggðum dælum sem henta fyrir minni veitur yfir í afkastamiklar háspenntar dælur með frábæra nýtni og nær ótakmörkuðum dýptarmöguleikum.

Tengiliður
Óskar Ólafur Hauksson
Sölusvið
Tæknilegur ráðgjafi, söludeild
Hlynur Snær Sæmundsson
Sölusvið
Fiskeldisþjónusta

Brunndælur 1 1/4″ – 6″ fyrir ferskvatn og sjó, vinsælar sem slógdælur um borð í skipum og í verksmiðjum.

Tengiliður
Sigurður Örn Árnason
No data was found
Sölumaður
Hlynur Snær Sæmundsson
Sölusvið
Fiskeldisþjónusta

Hringrásardælur fyrir ferskvatn og sjó frá þekktum framleiðendum.

Tengiliður
Sigurður Örn Árnason
No data was found
Sölumaður

Lensidælur fyrir allan iðnað t.d.skip, verksmiðjur og fiskeldi.

Tengiliður
Sigurður Örn Árnason
No data was found
Sölumaður

HD hafa tekið við umboði fyrir Nov Mono dælur á Íslandi.

Tengiliður
Sigurður Örn Árnason
No data was found
Sölumaður

Tannhjóladælur fyrir hráolíu, smurolíu og afgangsolíu einnig sem trimmdælur í skip.

Tengiliður
Sigurður Örn Árnason
No data was found
Sölumaður

Flutningur á fiski frá einu tæki til annars þarf að ganga snuðrulaust. Til flutnings á fisk, heilum, hökkuðum og soðnum er HD með 3 gerðir af spjaldadælum frá Haarslev. HM25, HM35 og HM45. Afköst fara eftir stærð og snúningshraða allt frá 3 – 200 T/klst.
HD býður einnig uppá varahluti í dælur og erum við með nokkuð af vörum á lager.

Tengiliður
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Sölusvið
Sölu- og markaðsstjóri

HD býður upp á mikla breidd af dælum frá Calpeda. Yfir 1000 týpur frá 0,5 hö til 175 hö.
Calpeda hefur selt dælur í yfir 50 ár út um allan heim
Eigum mikið af dælum á lager.

Tengiliður
Sigurður Örn Árnason
No data was found
Sölumaður

Þrepadælur fyrir skip og verksmiðjur úr AISI 316 stáli í mörgum stærðum. Einnig þrepadælur fyrir sumarbústaði.

Tengiliður
Sigurður Örn Árnason
No data was found
Sölumaður

Ryðfríar dælur fyrir fiskvinnslur og matvælaiðnað. Dælurnar eru frá Inoxpa og eru matvælavottaðar.

Tengiliður
Sigurður Örn Árnason
No data was found
Sölumaður

Model K er öflug kvörn dæla sem er hentugur fyrir seiði og lax án þess að for hakka. Hjólin í kvörninni eru sérhönnuð með hnífum til þess að hámarka gæði  fiskimassans  á skilvirkan hátt.

HD útvegar Vaughan Chopper Pump sem er tilvalin vara í fráveitu og kemur í veg fyrir stíflur. Einnig er útgáfa sem hentar í lensibrunna skipa, dælan hakkar hryggi, hausa og spotta sem minnkar líkur á stíflum all verulega.

Vaughan Chopper Pump er miðflóttaaflsdæla með einstaka getu til að saxa öll föst efni sem berast að inntaki áður föstu efnin berast í dæluna sjálfa. Þetta verndar ekki aðeins dæluna gegn stíflu, heldur gagnast það einnig íhlutum lengra í kerfinu, sem og umhverfinu.

Allir slitíhlutir eru steypt stál og hitameðhöndlaðir með tilliti til hámarkshöggs og slitþols. Þessir sterkbyggðu, einkaleyfisbundnu íhlutir eru hannaðir til að búa til fullkomna dælu sem getur meðhöndlað og dælt mjög erfiðum efnum eins og bleyjum, efnis bútum og bandspottum. Öll föst efni eru söxuð þegar þau koma inn á milli skurðarblaða og dæluhjólanna. Auðvelt er að dæla smærri föstu efnunum með miðflóttaafli dæluhjólsins.

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.