Þjónusta við sjávarútveg & skip

HD hefur ávallt haft sterka tengingu við íslenskan sjávarútveg. Fiskiskipaflotinn hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun undanfarin ár og með aukinni tæknivæðingu eru áherslur á viðhaldsþjónustu af fjölbreyttari toga en áður var. Þjónustan þarf sem fyrr að vera vel undirbúin fyrir hverja landlegu og tiltæki bæði varahluta og starfsmanna HD svo að stutt stopp séu vel nýtt til viðhalds og viðgerða.  Starfsstöðvar okkar í Kópavogi, í Vatnagörðum í Reykjavík, á Akureyri og á Eskifirði hafa sinnt varahluta- og viðhaldsþjónustu fyrir sjávarútveginn. 

Þjónusta og vörur í þjónustu við skip

  • Stálsmíði
    • Mikil og sérhæfð þekking á stálskipasmíði.
  • Toghlerar
    • Smíðum hlera og gerum við.
  • Dæluviðgerðir
  • Vökvatjakkar
    • Nýsmíði og viðhald
  • Verkefnastýring
    • Tökum að okkur minni og stærri verkefni í samráði við við viðskiptavini.     

Tengiliður:
Þorleifur Halldórsson
Verkefnastjóri, skipaviðgerðir
+354 669 3608
thorleifur@hd.isToghlerar

Öruggar, snjallar og sjálfbærar lausnir kalla fram aukið rekstraröryggi

Þjónusta og vörur í þjónustu við Fiskimjölsiðnað

Til þess að auka þjónustu við fiskimjölsiðnaðinn höfum við verið í samstarfi við Haarslev og AlfaLaval sem eru leiðandi fyrirtæki í heiminum með búnað til fisk- og kjötmjöls framleiðslu. HD getur í samstarfi við Haarslev og Alfa Laval boðið búnað til mjölframleiðslu, hvort sem er í skip eða hefðbundna verksmiðju í landi. 

  • Sjóðarar
  • Pressur
  • Þurrkarar
  • Spjaldadælur
  • Skilvindur
  • Hakkarar
  • Mjölkælar
  • Sniglar
  • Mjölvindur
  • Mjölvinnsla í skip

Tengiliður:

Bjarni Freyr Guðmundsson
Eskifirði
+354 660 3646
bjarnifg@hd.is

Sveigjanleiki og öflug þjónusta til okkar viðskiptavina eru leiðarljós HD

Hver starfsstöð HD hefur tiltekna sérhæfingu í þjónustuframboði og jafnframt er tækjakostur hverrar starfsstöðvar sérsniðinn að þeirri þjónustu sem boðin er. HD hefur markað þá stefnu að hagnýta ávallt nýjustu tækni sem í boði er hverju sinni.

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.