Þjónusta

HD hefur það að markmiði að veita viðskiptavinum sínum úrvals þjónustu. Viðskiptavinir okkar hafa ólíkar þarfir ásamt því að vera staðsettir víða á landinu. Til þess að mæta kröfum viðskiptavinna höfum við víðtækt þjónustunet, og er sveigjanleiki eitt af því sem HD vill vera þekkt fyrir. Við bjóðum viðskiptavinum okkar uppá:

Dælu þjónusta HD hefur séð um dæluþjónustu hér á landi í um 27 ár. HD hefur útvegað dælulausnir fyrir veitur um allt land og fylgt verkefnum frá upphafi til enda. Veitufyrirtæki reiða sig á okkur því þau vita að þau geta treyst á fagmannleg vinnubrögð, frábæra þjónustu og mikla þekkingu.

Renniverkstæði HD  er hér eitt öflugasta renniverkstæði landsins sem er sérútbúið til þjónustuviðgerða og nýsmíði stakra varahluta. Þar eru bæði tölvustýrðar fræsivélar og rennibekkir ásamt hefðbundnum vélum sem nýtast til viðgerða á vélbúnaði.

Þjónusta HD í ryðfrýrri lagnasmíði hefur verið vaxandi bæði fyrir virkjanir og veitufyrirtæki sem og matvælaframleiðendur. HD hefur teymi vottaðra suðumanna til TIG-MIG/MAG suðu ásamt því að nýta sérhæfða röra suðuróbóta fyrir mismunandi rörasverleika sem stórauka afköstin.  Ryðfrýjar rörasuður og lagnnasmíði eru gerðar með bak-gas aðferð sem veitt er inní lögnina á meðan rörið er soðið að utanverðu sem tryggir að áferð og yfirborð suðunnar verður jöfn að innan sem utan.

Kröfur um gæði og öryggi eru í senn margir hlutir. Ýmsar stofnanir sinna margskonar eftirliti en það hefur færst í vöxt síðustu ár að óháðir aðilar hafi yfirtekið þetta hlutverk. Breytingar á lögum, samkeppnisumhverfið og krafan um óháð skilvirkt eftirlit, kallar á nýjar vinnuaðferðir og nýja tækni.

Flestar okkar starfsstöðvar hafi aðstöðu til þess að þjónusta vökvatjakka, þó er starfsstöð okkar í Kópavogi með sérhæft tjakkaverkstæði. Þar fer saman mikil þekking og áralöng reynsla á nýsmíði, endurhönnun, endursmíði og viðhaldi vökvatjakka sem og lofttjakka. Reynsla starfsmanna félagsins er lykillinn að því að viðskipta vinir okkar fái þá vöru sem þeir þurfa. Þessi þekking og reynsla skiptir sköpum við efnisval eins og hitaþolin þétti og smíðaefni sem notuð eru. HD  hefur þjónustað vökvatjakka fyrir íslenska skipaflotann, stóriðju, flutningsgeirann og matvælaiðnað til langs tíma.

Ástandsgreiningar er sá þáttur viðhaldsrekstrar sem hefur verið í mikilli þróun undanfarin ár. Með hraðari interneti (IoT) og þróun í mælibúnaði hafa skapast tækifæri til sívöktunar á vélbúnaði þar sem hægt er að fylgjast með þáttum eins og flæði, aflnotkun og titringi í búnaði sem getur gefið vísbendingar um fallandi nýtni og hægt sé að grípa til ráðstafana áður en búnaðurinn bilar og veldur tjóni vegna rekstrarstöðvunar eða slíkt.

Ein af grunnstoðum HD er plötusmíði og er mikil reynsla og þekking til staðar hjá HD í hefðbundinni stálsmíði. HD getur veitt alla þjónustu í plötusmíði á verkstæðum félagsins sem eru  á Grundartanda, Akureyri, Eskifirði og í Kópavogi. Verkstæði HD í Kópavogi hefur mikla lofthæð og er sérútbúið fyrir plötusmíði.

HD hefur byggt upp tækniþekkingu og státar af sérhæfðum búnaði til að mæla upp eldri vélahluti, svokallaðan þrívíddarskanna til  uppmælingar á vélahluti sem eru skemmdir eða þarf að skipta út. Viðskiptavinir hafa þá oft valið að láta okkur framleiða nýja vélahlutinn úr slitsterkara efni en upprunalegi vélahluturinn var gerður úr. Með þessu hefur verið hægt að auka slitálag véla og auka þar með endingu þeirra.

HD býr yfir viðamikilli tækniþekkingu á sviði málmiðnaðar og vélbúnaðar og þjónustar allar greinar iðnaðar. Hjá félaginu liggur sérhæfð tækniþekking á borholudælum og útreikningum fyrir þann búnað. HD hefur aflað með reynslu og hæfu starfsfólki einstaka þekkingu við hönnun og undirbúning á viðhaldi rafala í gufuaflsvirkjunum.

HD hefur allt frá árinu 2012 unnið að þróun og uppbyggingu þekkingar hér á landi í tengslum við viðhald og viðgerðir á jarðgufutúrbínum jarðorkuvera. Eftir því sem reynsla og þekking hefur byggst upp hafa verkefnin orðið viðameiri.
HD býður viðskiptavinum uppá þjónustusamninga í tengslum við rekstur, vélaviðhald , eftirlits og sívöktunar með vélbúnaði. Samningarnir eru þrepaskiptir og eru byggðir upp með tilliti til þarfa og viðhaldsstefnu hvers og eins viðskiptavinar.

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.