ON

Að tryggja rekstraröryggi orkuinnviða á Íslandi krefst öflugrar innviðaþjónustu, sérhæfðrar tæknikunnáttu og skjótrar viðbragðsgetu. Þetta kom skýrt í ljós í nýgangsettu orkuveri HS Orku í Svartsengi, þar sem HD gegndi lykilhlutverki við uppsetningu vélbúnaðar.
HD óskar HS Orku innilega til hamingju með formlega gangsetningu sjöunda orkuversins í Svartsengi, sem fram fór við hátíðlega athöfn í vikunni. Nýja vélasamstæðan er 55 MW gufuhverfill og sá stærsti sinnar tegundar á Íslandi. Þetta krefjandi og tæknilega umfangsmikla verkefni markar stórt skref í áframhaldandi uppbyggingu og sjálfbærri nýtingu jarðhita á Reykjanesi.
HD hefur hlotið viðurkenningu frá HR Monitor sem eitt af leiðandi íslenskum fyrirtækjum sem uppfylla ströng skilyrði til að hljóta titilinn Mannauðshugsandi fyrirtæki 2025. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem HD hlýtur þessa viðurkenningu, en fyrirtækið hefur fengið hana síðustu árin, sem endurspeglar stöðuga og markvissa áherslu á mannauð og starfsánægju.
Við erum stolt af því að vera enn á ný í hópi framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo árið 2025 – líkt og við höfum verið óslitið frá árinu 2017. Þessi viðurkenning staðfestir að HD hefur lánshæfiseinkunn í hæsta gæðaflokki, sem endurspeglar sterka rekstrarstöðu, áreiðanleika og ábyrga fjármálstjórn
HD tekur þátt í ráðstefnunni Lagarlíf í Hörpu. 2025. HD kynnir heildstætt þjónustuframboð fyrirtækisins og nýjungar á sviði ástandsgreiningar, með sérstakri áherslu á hvernig gervigreind getur stutt fyrirbyggjandi viðhald.
HD tekur þátt í Sjávarútvegur 2025 sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 10.–12. september 2025. Á bás HD verður kynnt heildstætt þjónustuframboð fyrirtækisins og nýjungar á sviði ástandsgreiningar, með sérstakri áherslu á hvernig gervigreind getur stutt fyrirbyggjandi viðhald.
Blásarar og viftur eru oft lykilbúnaður framleiðsluferla og geta haft bein áhrif á bæði afköst og öryggi. Þegar allt gengur vel sér búnaðurinn um stöðugt loftflæði og áreiðanlega kælingu – en þegar vandamál koma upp geta afleiðingarnar orðið kostnaðarsamar.
Aqua Nor, haldin í Þrándheimi dagana 19.–21. ágúst 2025, er stærsta alþjóðlega sýningin sem tileinkuð er tækni og nýjungum í fiskeldisiðnaði.
HD iðn og tækniþjónusta hefur nú lokið við eitt stærsta og flóknasta viðhaldsverkefni sem unnið hefur verið á jarðvarmahverfilsamstæðu hér á landi fyrir Orku náttúrunnar (ON). Verkefnið styrkir verulega rekstraröryggi og afköst búnaðarins og markar tímamót í getu íslensks iðnaðar til að sinna viðhaldi á jarðvarmavirkjunum.
Dælur frá HD eru frá traustum og reynslumiklum framleiðendum, og sérvaldar með íslenskar aðstæður í huga – hvort heldur í fiskvinnslu, fiskeldi eða á skipum. Rétt val á dælubúnaði krefst þekkingar á eiginleikum vökvans, svo sem seigju, hitastigi og tæringu, auk flutningsfjarlægðar og umfangs. Þar getur fagleg ráðgjöf HD skipt sköpum – Við hjálpum þér að velja lausn sem virkar, skilar árangri og endist.

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.