CAlpeda

Calpeda var stofnað árið 1959 á Ítalíu og framleiða í dag yfir 2.000 gerðir af dælum. HD getur boðið upp á mjög breitt úrval af hagkvæmum miðflóttaaflsdælum. Þrepadælur fyrir skip og verksmiðjur úr AISI 316 stáli í mörgum stærðum.
HD hefur til margra ára séð iðnfyrirtækjum á Íslandi fyrir þjónustu í stálsmíði, hönnun, ráðgjöf, nýsmíði og viðhaldi. Með stöðugri þróun á ferlum og lausnum hjá HD bjóðum við nú upp á skipulegra eftirlit, vöktun og viðhald en áður hefur sést hjá íslensku þjónustufyrirtæki.
Flestar okkar starfsstöðvar hafi aðstöðu til þess að þjónusta vökvatjakka, þó er starfsstöð okkar í Kópavogi með sérhæft tjakkaverkstæði. Þar fer saman mikil þekking og áralöng reynsla á nýsmíði, endurhönnun, endursmíði og viðhaldi vökvatjakka sem og lofttjakka.
HD hefur til margra ára séð iðnfyrirtækjum á Íslandi fyrir þjónustu í stálsmíði, hönnun, ráðgjöf, nýsmíði og viðhaldi. Með stöðugri þróun á ferlum og lausnum hjá HD bjóðum við nú upp á skipulegra eftirlit, vöktun og viðhald en áður hefur sést hjá íslensku þjónustufyrirtæki.
HD hefur ávallt haft sterka tengingu við íslenskan sjávarútveg. Fiskiskipaflotinn hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun undanfarin ár og með aukinni tæknivæðingu eru áherslur á viðhaldsþjónustu af fjölbreyttari toga en áður var. Þjónustan þarf sem fyrr að vera vel undirbúin fyrir hverja landlegu og tiltæki bæði varahluta og starfsmanna HD svo að stutt stopp séu vel nýtt til viðhalds og viðgerða.
Fiskeldið hefur vaxið hratt á undanförnum árum og hafa starfsmenn HD unnið að því að auka framboð félagsins á þjónustu og vörum til fiskeldis. Grunnurinn að þeirri uppbyggingu er annarsvegar áralangt samstarf okkar við fiskeldisgeirann, sér í lagi í landeldi og hins vegar reynsla starfsmanna HD við að þjónusta sjávarútvegsfyrirtæki og hitaveitur landsins með fjölbreyttar lausnir.

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.