HD býður fjölbreyttar véla- og tæknilausnir til fyrirtækja í orkuiðnaði. Meginstefið í þjónustu okkar snýr að viðhaldi og viðgerðum á vélbúnaði, innflutningi á búnaði, varahlutum og hverskonar tækniþjónustu allt frá hönnun og undirbúningi verkefna til gangsetningar og reksturs. HD býður einnig fjölbreytta ráðgjafaþjónustu í rekstri orkuvera. Þar má nefna ráðgjöf í viðhaldsþjónustu, uppbyggingu og uppsetningu á viðhaldskerfum, verkefnastjórnun, ásamt því að bjóða þrepaskipta rekstrarþjónustu orkuvera.
HD hefur þróað ferla fyrir viðgerðir á rafölum, gufutúrbínum, gufurótor viðgerðir, hönnun og smíði varahluta og íhluta í margar gerðir gufutúrbína.
Starfsfólk HD hefur framkvæmt fjölmargar flóknari rótorviðgerðir á Íslandi, tugir upptekta á gufutúrbínum m.a. frá MHI, Fuji og Toshiba, ástandsgreiningum og viðgerðum á blokkum túrbína og leiðiskóflu viðgerðir. Félagið býr að sterku alþjóðlegu neti samstarfsaðila á sviði rafala og gufutúrbínuviðgerða.
Þjónusta HD er sérsniðin að þörfum hvers viðskiptavinar með tilliti til viðhaldsstefnu þess rekstrar sem um ræðir. Við tryggjum viðskiptavinum okkar hæsta mögulega uppitíma vélbúnaðar og leggjum áherslu á góðan undirbúning fyrir skipulagðar viðhaldsstöðvanir.