Mosfellsbær

Völuteigur 31, 270 Mosfellsbær

Starfsemin í Mosfellsbæ hefur vaxið hratt með tilkomu núverandi húsnæðis sem tekið var í notkun árið 2020. Á verkstæði HD í Mosfellsbæ sinnum við viðhaldi á djúpdælubúnaði fyrir hitaveitur. Starfsemi í kringum smíði á ryðfríum stálpípum er einnig stór þáttur í starfseminni og fylgt er vottuðum suðuferlum. Einnig hefur mikil þekking verið byggð upp varðandi viðgerðir á jarðgufuhverflum (rótorum) og rafölum virkjana.  Hér er öflug tækniþjónusta og teymi sem sinnir ástandsgreiningum og sívöktun vélbúnaðar.

Má segja að með tímanum hefur orðið til þjónustumiðstöð virkjana og veitna á Íslandi með tilkomu þessarar frábæru aðstöðu.

Áherslan snýr að grænni orku og hefur mikil sérhæfing þróast í kringum tilurð hennar. Viðskiptavinir okkar reka hitaveitur, jarðvarmavirkjanir, vatnsaflsvirkjanir, fráveitur og CO2 fangara. Við leggjum mikið upp úr að geta boðið viðskiptavinum okkar heildarlausnir á véla- og tæknisviði ásamt því að útvega fjölbreytt vöruúrval innflutts vélbúnaðar sem hafa aukist með tímanum og aukinni sérþekkingu á rekstri virkjana og veitufyrirtækja. Hér fyrir neðan má sjá þá þjónustuflokka sem áherslan er á hjá HD í Mosfellsbæ. Upplýsingar um vöruflokka sem við bjóðum viðskiptavinum okkar má finna undir valmynd um vörur.

Tæknisölusvið og verkstæði okkar hefur eftirfarandi opnunartíma :

Mánudaga -fimmtudaga kl  08:15 – 16:15

Föstudaga kl  08:15 – 15:15

Tengiliðir

Aneta Basalaj
Verkefnastjóri leiðiskófla
Árni Jakob Ólafsson
Deildarstjóri virkjana
Brynjar Pétursson
Rekstur CO2 verkefnis
Daníel Freyr Jóhannsson
Deildarstjóri stál- og véltækni
Daníel Rúnarsson
Verkstjóri
Helgi Gústafsson
Verkstjóri dælusviðs
Illugi Njálsson
3D skönnun
Jenni Erluson
Tæknimaður
Lára Nanna Eggertsdóttir
Aðstoðarmaður sviðsstjóra
Lýður Skúlason
Sviðsstjóri orku- og umhverfissviðs
Maciej Kochel
Suðuverkfræðingur
Óttar Freyr Einarsson
Sérfræðingur í skaðlausum prófunum
Róbert Svansson
Sérfræðingur í ástandsgreiningum

Helsta þjónusta

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.