Mosfellsbær

Völuteigur 31, 270 Mosfellsbær

Starfsemi HD í Mosfellsbæ hefur vaxið hratt frá því núverandi húsnæði var tekið í notkun árið 2020, og með tímanum hefur þróast lykilþjónustumiðstöð fyrir virkjana- og veitufyrirtæki á Íslandi.

Á verkstæðinu sinnir sérhæft teymi viðhaldi og uppgerðum á djúpdælubúnaði fyrir hitaveitur. Smíði og vinna með ryðfríar stálpípur er stór þáttur í starfseminni, þar sem unnið er eftir vottuðum suðuferlum. Þá hefur einnig byggst upp mikil sérfræðiþekking í viðgerðum á jarðgufuhverflum (rótorum) og rafölum virkjana.

Jafnframt starfar hér öflugt teymi sérfræðinga sem er sérhæft í ástandsgreiningum, fyrirbyggjandi viðhaldi og sívöktun vélbúnaðar. Við bjóðum upp á sérhæfða tækniþjónustu með áherslu á greiningu á slitmynstri, bilanaskráningu og stöðuga vöktun véla- og orkukerfa. Starfsemin í Mosfellsbæ byggir á skýrri áherslu á græna orku, og hefur sérhæfing okkar þróast í takt við vaxandi þarfir á því sviði. Viðskiptavinir okkar starfa m.a. við rekstur hitaveitna, jarðvarma- og vatnsaflsvirkjana, fráveitukerfa og CO₂-fangara.

Við leggjum ríka áherslu á að bjóða heildarlausnir á véla- og tæknisviði – ásamt fjölbreyttu vöruúrvali innflutts vélbúnaðar sem hefur vaxið samhliða aukinni sérþekkingu okkar á rekstri virkjana og veitufyrirtækja. Hér fyrir neðan má sjá helstu þjónustuflokka sem starfsemin í Mosfellsbæ beinist að. Nánari upplýsingar um vöruflokkana má finna undir valmyndinni Vörur.

Tæknisölusvið og verkstæði okkar hefur eftirfarandi opnunartíma :

Mánudaga -fimmtudaga kl  08:15 – 16:15

Föstudaga kl  08:15 – 15:15

Tengiliðir

Árni Jakob Ólafsson
Deildarstjóri virkjana
Brynjar Pétursson
Rekstur CO2 verkefnis
Daníel Rúnarsson
Verkefnastjóri
Einar Vilberg Jónsson
Verkstjóri dæluþjónustu
Guðmundur Sveinsson
Verkstjóri
Helgi Gústafsson
Verkstjóri
Hlynur Steinn Arinbjörnsson
Verkstjóri véltækni
Jenni Erluson
Tæknimaður
Karl Þór Jóhannesson
Sérfræðingur í gæða- og suðuvottunarmálum
Lára Nanna Eggertsdóttir
Aðstoðar sviðsstjóri
Lýður Skúlason
Sviðsstjóri orku- og umhverfissviðs
Óttar Freyr Einarsson
Sérfræðingur í skaðlausum prófunum
Róbert Svansson
Sérfræðingur í ástandsgreiningum
Sverrir Steindórsson
Verkefnastjóri rótorverkstæðis
Þorgeir Freyr Gíslason
Tæknimaður

Helsta þjónusta

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.