Starfsemin í Mosfellsbæ hefur vaxið hratt með tilkomu núverandi húsnæðis sem tekið var í notkun árið 2020. Á verkstæði HD í Mosfellsbæ sinnum við viðhaldi á djúpdælubúnaði fyrir hitaveitur. Starfsemi í kringum smíði á ryðfríum stálpípum er einnig stór þáttur í starfseminni og fylgt er vottuðum suðuferlum. Einnig hefur mikil þekking verið byggð upp varðandi viðgerðir á jarðgufuhverflum (rótorum) og rafölum virkjana. Hér er öflug tækniþjónusta og teymi sem sinnir ástandsgreiningum og sívöktun vélbúnaðar.
Má segja að með tímanum hefur orðið til þjónustumiðstöð virkjana og veitna á Íslandi með tilkomu þessarar frábæru aðstöðu.
Áherslan snýr að grænni orku og hefur mikil sérhæfing þróast í kringum tilurð hennar. Viðskiptavinir okkar reka hitaveitur, jarðvarmavirkjanir, vatnsaflsvirkjanir, fráveitur og CO2 fangara. Við leggjum mikið upp úr að geta boðið viðskiptavinum okkar heildarlausnir á véla- og tæknisviði ásamt því að útvega fjölbreytt vöruúrval innflutts vélbúnaðar sem hafa aukist með tímanum og aukinni sérþekkingu á rekstri virkjana og veitufyrirtækja. Hér fyrir neðan má sjá þá þjónustuflokka sem áherslan er á hjá HD í Mosfellsbæ. Upplýsingar um vöruflokka sem við bjóðum viðskiptavinum okkar má finna undir valmynd um vörur.
Tæknisölusvið og verkstæði okkar hefur eftirfarandi opnunartíma :
Mánudaga -fimmtudaga kl 08:15 – 16:15
Föstudaga kl 08:15 – 15:15