Innlend sérþekking lykilatriði

Að tryggja rekstraröryggi orkuinnviða á Íslandi krefst öflugrar innviðaþjónustu, sérhæfðrar tæknikunnáttu og skjótrar viðbragðsgetu. Þetta kom skýrt í ljós í nýgangsettu orkuveri HS Orku í Svartsengi, þar sem HD gegndi lykilhlutverki við uppsetningu vélbúnaðar.

Nýja orkuverið er eitt tæknilega flóknasta verkefni sinnar tegundar á Íslandi og stór áfangi í áframhaldandi uppbyggingu jarðhita á Reykjanesi. Nýja vélasamstæðan eykur framleiðslugetu verksins verulega og styrkir orkuöryggi landsins.

Sérhæfð tæknivinna sem skiptir máli

Sérhæfð túrbínu- og vélbúnaðarteymi HD leiddu uppsetningu 55 MW gufuhverfilsins, þess stærsta sinnar tegundar á Íslandi. Hverfillinn kom ósamsettur til landsins og annaðist HD í fyrsta sinn alla samsetningu hans á verkstað, þar sem nákvæmni og sérhæfð þekking skiptu sköpum.

HD sá jafnframt um uppsetningu 114 tonna rafalsins og þróaði til þess sérsmíðaðan lyfti- og færibúnað sem tryggði örugga og millimetranákvæma staðsetningu við erfiðar aðstæður. Þá kom fyrirtækið að uppsetningu stærsta eimsvala landsins, verkefni sem reyndi verulega á skipulag og samhæfingu — sérstaklega í ljósi jarðhræringa og eldgosa á framkvæmdatímanum.

Heimangeng sérþekking skiptir höfuðmáli

Verkið í Svartsengi var afar krefjandi og tæknilega flókið, en teymi HD sýndi á öllum stigum hversu mikilvægt er að hafa þessa sérhæfðu þekkingu hér heima,“ segir Árni Rafn Gíslason, forstjóri HD. „Rekstraröryggi orkuinnviða byggir á innlendri þjónustu, skýru skipulagi og getu til að bregðast hratt við. Sjálfbært viðhald er ekki bara kostur, heldur lykilþáttur í traustum og öruggum rekstri.“

Samstarf til framtíðar

HD óskar HS Orku og öllum samstarfsaðilum innilega til hamingju með þennan mikilvæga áfanga og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við íslenskan orkugeira – í þágu sterkra, öruggra og sjálfbærra orkuinnviða á Íslandi.

„Verkið í Svartsengi var afar krefjandi og tæknilega flókið, en teymi HD sýndi á öllum stigum hversu mikilvægt er að hafa þessa sérhæfðu þekkingu hér heima,“ segir Árni Rafn Gíslason, forstjóri HD. 

Kæliturn
Gufukerfi
Kæliturn úr dróna

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.