Blásarar og viftur eru oft lykilbúnaður framleiðsluferla og geta haft bein áhrif á bæði afköst og öryggi. Þegar allt gengur vel sér búnaðurinn um stöðugt loftflæði og áreiðanlega kælingu – en þegar vandamál koma upp geta afleiðingarnar orðið kostnaðarsamar.
Aqua Nor, haldin í Þrándheimi dagana 19.–21. ágúst 2025, er stærsta alþjóðlega sýningin sem tileinkuð er tækni og nýjungum í fiskeldisiðnaði.
HD iðn og tækniþjónusta hefur nú lokið við eitt stærsta og flóknasta viðhaldsverkefni sem unnið hefur verið á jarðvarmahverfilsamstæðu hér á landi fyrir Orku náttúrunnar (ON). Verkefnið styrkir verulega rekstraröryggi og afköst búnaðarins og markar tímamót í getu íslensks iðnaðar til að sinna viðhaldi á jarðvarmavirkjunum.
Dælur frá HD eru frá traustum og reynslumiklum framleiðendum, og sérvaldar með íslenskar aðstæður í huga – hvort heldur í fiskvinnslu, fiskeldi eða á skipum. Rétt val á dælubúnaði krefst þekkingar á eiginleikum vökvans, svo sem seigju, hitastigi og tæringu, auk flutningsfjarlægðar og umfangs. Þar getur fagleg ráðgjöf HD skipt sköpum – Við hjálpum þér að velja lausn sem virkar, skilar árangri og endist.
Lýður Skúlason, sviðsstjóri orku- og umhverfissviðs HD, tók nýverið þátt sem leiðbeinandi í jarðhitaskóla GRÓ. Námskeiðið er hluti af alþjóðlegu þjálfunarverkefni sem starfar undir merkjum UNESCO og stuðlar að miðlun íslenskrar jarðhitaþekkingar til sérfræðinga frá þróunarlöndum. Þátttaka HD í verkefninu styrkir alþjóðlegt samstarf og endurspeglar þá djúpu þekkingu og reynslu sem byggst hefur upp innan fyrirtækisins.
HD hefur gegnt lykilhlutverki í sjöunda áfanga uppbyggingar orkuvers HS Orku í Svartsengi – einu stærsta orkuverkefni landsins um þessar mundir. Um er að ræða metnaðarfulla og krefjandi framkvæmd sem felur í sér um þriðjungs aflaukningu og verulegar endurbætur á heitavatnsframleiðslu.
Starfsmenn HD takast á við netsvikaáskorun í Arion Escape. Fjármálasvið HD tók nýverið þátt í fræðsluverkefni Arion banka sem hjálpar þátttakendum að þekkja og bregðast við netsvikum – á lifandi og áhrifaríkan hátt.
Í vikunni fengum við hjá HD góða gesti þegar kennararnir Anna og Aron frá Don Bosco iðnskólanum í Errenteria á Norður-Spáni komu í heimsókn. Markmið heimsóknarinnar var að styrkja samstarf skólans og HD um alþjóðlegt starfsnám í málm- og véltæknigreinum.
HD Dagurinn er viðburður þar sem við bjóðum viðskiptavinum upp á fræðandi erindi

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.