Söludeild HD býður upp á fjölbreytt úrval iðnaðarvara, eins og dælur, mótora, brúkrana, ásþétti og loka – auk fjölbreytt úrval varahluta. Sérfræðingar HD geta einnig veitt faglega aðstoð við hönnun og ráðgjöf, uppsetningu og gangsetningu búnaðar.
Eftir að búnaður frá okkur hefur verið tekinn í notkun býður HD upp á áframhaldandi þjónustu eins og viðhald og afhending varahluta. Þannig getur viðskiptavinurinn treyst á að lausnin uppfylli væntingar á öllum líftíma hennar.
Hér á eftir kynnum við helstu vöruflokka og lykilvörur innan þeirra.