Technical services

HD er traustur samstarfsaðili á sviði tækniþjónustu, hönnunar og ráðgjafar. Fyrirtækið býr yfir áratuga reynslu í málmiðnaði og vélbúnaði og þjónustar allar greinar iðnaðarins. Við leggjum áherslu á nákvæmni, fagmennsku og árangursdrifnar lausnir – með öflugu tengslaneti, framsæknu starfsfólki og nútímalegum tækjabúnaði.

Sérstaða HD felst í mikilli sérþekkingu sem byggst hefur upp í fjölbreyttum verkefnum, m.a. á sviði borholudæla og hönnunar á rafölum fyrir gufuaflsvirkjanir. Þjónustan spannar allt ferlið: frá frumhugmynd og rýmisgreiningu til hönnunar, efnisöflunar og framleiðslu.

Tæknideildin sameinar klassíska verkfræðiþekkingu við nýjustu stafrænu lausnir, þar sem CAD-hönnun, 3D-skönnun og þrívíddarmódel eru notuð til að tryggja nákvæmni og styttri afgreiðslutíma verkefna. Hvort sem um er að ræða sérsmíði, viðhald, nýsmíði eða þróun nýrra lausna, er markmið okkar alltaf það sama:  Að skila viðskiptavinum okkar árangursríkri, öruggri og vandaðri niðurstöðu.

Technical services manager
Arnar Guðni Guðmundsson
arnar@hd.is
M: +354 660 3616

CAD design

CAD-hönnun er lykilþáttur í tækniþjónustu HD. Mikil þekking á þessu sviði tryggir að viðskiptavinir fái bestu mögulegu lausnir og fagleg vinnubrögð.

Hönnunar- og teikniverkefni eru unnin bæði sem hluti af stærri verkefnum og sem sjálfstæð þjónusta í nánu samstarfi við viðskiptavini.

Technical consulting

Sérþekking og reynsla starfsfólks HD á sviði málmiðnaðar og vélbúnaðar tryggir viðskiptavinum faglega ráðgjöf og árangursríkar lausnir frá hugmyndastigi til tæknilegrar útfærslu.

Providing materials and searching for information

HD er vel búið skurðarvélum, sögum og öðrum búnaði til að útvega skorið og sniðið efni fyrir stálsmiðjur og byggingariðnað. Við vinnum úr öllum teikningum, bæði á pappír eða tölvutæku formi og útbúum gögn fyrir okkar sjálfvirku vélar og teikningar fyrir niðurefnun.

Öflugt tengslanet HD tryggir greiðan aðgang að nákvæmum upplýsingum um efni til málmsmíði sem og vélbúnað og varahluti.

Rýmisskönnun

Með nýjustu þrívíddartækni getum við útbúið nákvæmar rýmismyndir af innviðum bygginga, verksmiðja, fiskiskipa og fleira.

Þannig verða til þrívíddarlíkön sem hægt er að skoða og ferðast um án þess að vera á staðnum. Einnig er hægt að flytja þau inn í teikniforrit til frekari vinnslu.

3D scanning

HD býður viðskiptavinum upp á nákvæma 3D-skönnun með búnaði frá Creaform, leiðandi framleiðanda þrívíddarskanna. Skanninn nær nákvæmni upp á 0,02 mm og framkvæmir 1,3 milljón mælingar á sekúndu. Hægt er að skanna óreglulega hluti með einföldum hætti og ferlið tekur skamman tíma.

Út frá skönnun er hægt að búa til solid model sem nýtist bæði í teikningasett og framleiðslu íhluta. Einnig er hægt að bera saman íhluti og greina frávik með mikilli nákvæmni.

What are you looking for?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.