Service

HD veitir alhliða iðn- og tækniþjónustu um allt land, á sviði stálsmíði, vélasmíði og rennismíði. Þjónustuframboð okkar spannar bæði verkstæðisvinnu og vettvangsþjónustu og nær yfir smíði, viðgerðir, ástandsgreiningar, viðhald og þjónustu við flókinn búnað – þar á meðal túrbínur og rafala.

Hjá HD starfar reynslumikill hópur fagmanna, og starfsstöðvar okkar eru vel búnar tækjakosti sem gerir okkur kleift að leysa krefjandi verkefni – hratt, örugglega og af fagmennsku. Við bjóðum sveigjanlega þjónustu um land allt og aðlögum hana að þörfum hvers viðskiptavinar.

Með öflugan grunn og víðtæka tæknikunnáttu vinnum við með gæði, nákvæmni og endingu að leiðarljósi – til að styðja við rekstur, draga úr niðritíma og lengja líftíma búnaðar viðskiptavina okkar.

HD hefur veitt heildstæða dæluþjónustu í nær 30 ár. Sérfræðingar okkar búa yfir mikilli þekkingu og reynslu í að finna hagkvæmustu og áreiðanlegustu lausnirnar – hvort sem um ræðir einfaldar yfirborðsdælur eða flókin djúpdælukerfi.

Renniverkstæði HD er eitt öflugasta á landinu og sérhæfir sig í þjónustuviðgerðum og nýsmíði stakra varahluta. Á verkstæðinu eru bæði tölvustýrðar fræsivélar og rennibekkir, ásamt hefðbundnum vélum sem gera okkur kleift að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum við viðgerðir og smíði vélbúnaðar.

HD sérhæfir sig í ryðfrírri lagnasmíði fyrir virkjanir, veitufyrirtæki og matvælaiðnað. Vottaðir suðumenn og rörasuðuróbotar tryggja nákvæmni og afköst. HD er eitt fárra fyrirtækja á Íslandi með alþjóðlega suðuvottun sem tryggir að þjónustan stenst strangar kröfur um gæði, rekjanleika, öryggi og samþykktir.

Kröfur um gæði og öryggi hafa aukist verulega á síðustu árum og kalla á nýjar vinnuaðferðir og tækni. Sífellt algengara er að óháðir aðilar sinni eftirliti sem áður var á höndum stofnana, sem tryggir áreiðanlegt og skilvirkt mat á ástandi búnaðar og mannvirkja.

Most of our establishments have facilities for servicing hydraulic cylinders, however, our office in Kópavogur has a specialized hydraulic cylinder workshop. It combines a wealth of knowledge and years of experience in new construction, redesign, reconstruction, and maintenance of hydraulic cylinder as well as pneumatic cylinder. The experience of the company's employees is the key to our customers getting the product they need. This knowledge and experience is crucial in material selection such as heat-resistant capacitors and forging materials used. HD has serviced hydraulic cylinders for the Icelandic fishing fleet, heavy industry, the transport sector, and food industry for years.

Ástandsgreiningar hafa tekið miklum framförum á undanförnum árum og gegna nú lykilhlutverki í viðhaldsrekstri. Með hraðari nettengingum (IoT) og þróuðum mælibúnaði er hægt að fylgjast stöðugt með þáttum eins og flæði, aflnotkun og titringi í vélbúnaði. Þannig má greina snemma merki um minnkandi nýtni og grípa til ráðstafana áður en bilun verður og veldur kostnaðarsömum rekstrarstöðvunum eða tjóni.

Plötusmíði er ein af grunnstoðum HD og býr fyrirtækið yfir mikilli reynslu og þekkingu í hefðbundinni stálsmíði. HD getur veitt heildstæða þjónustu í plötusmíði á verkstæðum sínum á Grundartanga, Akureyri, Eskifirði og í Kópavogi. Verkstæðið í Kópavogi er með mikla lofthæð og sérstaklega útbúið fyrir umfangsmikil og krefjandi plötusmíðaverkefni.

HD hefur byggt upp öfluga tækniþekkingu og sérhæfðan búnað til sérsmíði vélarhluta. Með notkun þrívíddarskanna getum við mælt upp eldri eða skemmda vélahluti og hannað nákvæma endurgerð eða endurbættan hluta.

Viðskiptavinir velja oft að láta framleiða nýja hluti úr slitsterkari efnum en upprunalegir voru smíðaðir úr, sem eykur slitþol og lengir líftíma véla. Þannig nýtist sérsmíði HD bæði til viðgerða, endurnýjunar og til að bæta frammistöðu búnaðar í krefjandi rekstri.

HD has extensive technological know-how in the fields of metal industry and machinery, and services all industrial fields. HD has specialised technological know-how of borehole pumps and calculations for the necessary equipment. HD has experience and qualified employees with unique knowledge of design and preparations for the maintenance of generators in geothermal power plants.

Since 2012, HD has worked on the development and expansion of knowledge in Iceland in connection with maintenance and repair of the steam turbines for geothermal power plants. As the knowledge and experience has grown, the projects have become more extensive.
HD offers customers service agreements in connection with operations, machine maintenance, monitoring, and continuous monitoring with mechanical hardware. The contracts are step-by-step and are structured with respect to the needs and maintenance policies of each customer.

What are you looking for?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.