eldgos

Aqua Nor, haldin í Þrándheimi dagana 19.–21. ágúst 2025, er stærsta alþjóðlega sýningin sem tileinkuð er tækni og nýjungum í fiskeldisiðnaði.
HD iðn og tækniþjónusta hefur nú lokið við eitt stærsta og flóknasta viðhaldsverkefni sem unnið hefur verið á jarðvarmahverfilsamstæðu hér á landi fyrir Orku náttúrunnar (ON). Verkefnið styrkir verulega rekstraröryggi og afköst búnaðarins og markar tímamót í getu íslensks iðnaðar til að sinna viðhaldi á jarðvarmavirkjunum.
Dælur frá HD eru frá traustum og reynslumiklum framleiðendum, og sérvaldar með íslenskar aðstæður í huga – hvort heldur í fiskvinnslu, fiskeldi eða á skipum. Rétt val á dælubúnaði krefst þekkingar á eiginleikum vökvans, svo sem seigju, hitastigi og tæringu, auk flutningsfjarlægðar og umfangs. Þar getur fagleg ráðgjöf HD skipt sköpum – Við hjálpum þér að velja lausn sem virkar, skilar árangri og endist.
Lýður Skúlason, sviðsstjóri orku- og umhverfissviðs HD, tók nýverið þátt sem leiðbeinandi í jarðhitaskóla GRÓ. Námskeiðið er hluti af alþjóðlegu þjálfunarverkefni sem starfar undir merkjum UNESCO og stuðlar að miðlun íslenskrar jarðhitaþekkingar til sérfræðinga frá þróunarlöndum. Þátttaka HD í verkefninu styrkir alþjóðlegt samstarf og endurspeglar þá djúpu þekkingu og reynslu sem byggst hefur upp innan fyrirtækisins.
HD hefur gegnt lykilhlutverki í sjöunda áfanga uppbyggingar orkuvers HS Orku í Svartsengi – einu stærsta orkuverkefni landsins um þessar mundir. Um er að ræða metnaðarfulla og krefjandi framkvæmd sem felur í sér um þriðjungs aflaukningu og verulegar endurbætur á heitavatnsframleiðslu.
Starfsmenn HD takast á við netsvikaáskorun í Arion Escape. Fjármálasvið HD tók nýverið þátt í fræðsluverkefni Arion banka sem hjálpar þátttakendum að þekkja og bregðast við netsvikum – á lifandi og áhrifaríkan hátt.
Í vikunni fengum við hjá HD góða gesti þegar kennararnir Anna og Aron frá Don Bosco iðnskólanum í Errenteria á Norður-Spáni komu í heimsókn. Markmið heimsóknarinnar var að styrkja samstarf skólans og HD um alþjóðlegt starfsnám í málm- og véltæknigreinum.
HD Dagurinn er viðburður þar sem við bjóðum viðskiptavinum upp á fræðandi erindi
HD Dagurinn fór fram í síðustu viku við góðar undirtektir. Viðburðurinn einkenndist af góðri þátttöku, jákvæðum anda og frábærum samtölum milli þátttakenda, sérfræðinga og birgja.

What are you looking for?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.