Dælulausnir fyrir sjávarútveg og fiskeldi

Dælubúnaður er ómissandi þáttur í sjávarútvegi og fiskeldi – hvort sem flytja þarf sjó, ferskvatn, lífmassa eða olíu. HD býður fjölbreytt úrval af öflugum dælubúnaði sem er sérvalinn með íslenskar aðstæður í huga, bæði til notkunar á sjó og í landi.

HD vinnur eingöngu með traustum og viðurkenndum framleiðendum og býður lausnir sem henta jafnt fyrir útgerð, fiskvinnslu og fiskeldi. Með breiðu vöruúrvali og endingargóðum búnaði, býður HD bæði einfaldar og sérhæfðar lausnir sem uppfylla strangar kröfur um rekstraröryggi og afköst.

Fagleg ráðgjöf skiptir máli

Rétt val á dælubúnaði krefst sérfræðiþekkingar á þáttum eins og seigju vökva, hitastigi, tæringu, flæðimagni og flutningsfjarlægð. Þar kemur fagleg ráðgjöf HD sterkt inn; „Réttur dælubúnaður er ekki bara spurning um  dæluna – heldur heildarlausnina sem virkar við raunverulegar aðstæður,“ segir Þorvaldur Tolli Ásgeirsson, sölustjóri hjá HD.  „Við veitum faglega ráðgjöf sem skiptir sköpum þegar tryggja á bæði afköst og endingu.“

Dælur frá HD eru í daglegri notkun víðsvegar um landið. Við vinnum með traustum framleiðendum og höfum áralanga reynslu af lausnum sem standast kröfur íslensks sjávarútvegs. Með skipulagðan lager og öflugt þjónustuteymi getum við tryggt skjóta afhendingu og traustan stuðning við flest verkefni – stór sem smá.

Úrval á lager – stuttur afgreiðslutími

Dælur frá HD eru í daglegri notkun víðsvegar um landið og hafa reynst vel í krefjandi aðstæðum. Fyrirtækið er með vel skipulagðan lager og öflugt þjónustuteymi sem tryggir skjóta afhendingu og traustan stuðning – hvort sem um ræðir lítil verkefni eða stórar lausnir í iðnaði og sjávarútvegi.

Hjá HD er ávallt til úrval dælubúnaðar, rafmótora, loka og lokadrifa á lager – tilbúið til afhendingar fyrir fjölbreytt verkefni.

Nánari upplýsingar veitir söludeild HD í síma 560 3630 eða á netfangið sala@hd.is.

HD býður traustar dælulausnir, hannaðar fyrir krefjandi aðstæður á sjó og landi – hvort sem þarf að dæla sjó, slógi eða tæma tanka.
Frame 328

What are you looking for?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.