HD Dagurinn 2025

Vel heppnaður HD Dagur 

HD Dagurinn fór fram 10. apríl 2025 og heppnaðist frábærlega. Gestir komu víða að og úr öllum þeim atvinnugreinum sem HD þjónustar. Viðburðurinn sameinaði fræðandi erindi, kynningu á tækninýjungum og góð samtöl milli gesta, sérfræðinga HD og erlendra birgja.

Erindi dagsins beindust að lykiláherslum í starfsemi HD – öflugri og sérhæfðri iðn- og tækniþjónustu sem stuðlar að auknu öryggi, áreiðanleika og hagkvæmni í rekstri viðskiptavina.

HD býr yfir mikilli reynslu og sérþekkingu í sjávarútvegi og orkuiðnaði og er jafnframt eina fyrirtækið á Íslandi sem sinnir viðgerðum á rótórum. Þessi sérstaða styrkir rekstraröryggi íslenskra fyrirtækja og dregur úr þörf fyrir kostnaðarsama erlenda þjónustu.

Dagskrá lauk með því að boðið var upp á lifandi tónlist og veitingar í notalegu andrúmslofti.

Við þökkum öllum sem tóku þátt og hlökkum til næsta HD Dags – 2027.

Skráning

* indicates required
Vinsamlega staðfestið mætingu:

Á vörukynningu verða kynntar nýjungar frá nokkrum af okkar helstu birgjum

What are you looking for?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.