HD Dagurinn fór fram 10. apríl 2025 og heppnaðist frábærlega. Gestir komu víða að og úr öllum þeim atvinnugreinum sem HD þjónustar. Viðburðurinn sameinaði fræðandi erindi, kynningu á tækninýjungum og góð samtöl milli gesta, sérfræðinga HD og erlendra birgja.
Erindi dagsins beindust að lykiláherslum í starfsemi HD – öflugri og sérhæfðri iðn- og tækniþjónustu sem stuðlar að auknu öryggi, áreiðanleika og hagkvæmni í rekstri viðskiptavina.
HD býr yfir mikilli reynslu og sérþekkingu í sjávarútvegi og orkuiðnaði og er jafnframt eina fyrirtækið á Íslandi sem sinnir viðgerðum á rótórum. Þessi sérstaða styrkir rekstraröryggi íslenskra fyrirtækja og dregur úr þörf fyrir kostnaðarsama erlenda þjónustu.
Dagskrá lauk með því að boðið var upp á lifandi tónlist og veitingar í notalegu andrúmslofti.
Við þökkum öllum sem tóku þátt og hlökkum til næsta HD Dags – 2027.