HD Dagurinn

TAKTU DAGINN FRÁ !

HD Dagurinn verður haldinn þann 10. apríl í Gullhömrum frá kl. 12:00 – 18:00. Það er okkur sönn ánægja að bjóða þér og öðrum fulltrúa/um frá þínu fyrirtæki hjartanlega velkomin.
HD Dagurinn er einstakt tækifæri til að kynnast fjölbreyttri starfsemi HD og hvernig við getum stuðlað að aukinni skilvirkni, öryggi og áreiðanleika í rekstri vélbúnaðar viðskiptavina okkar.
Á dagskrá verður blanda af fræðandi erindum og sýningu á tækjabúnaði, auk þess sem gestir fá tækifæri til að ræða beint við sérfræðinga okkar og birgja. Sunna Björg Helgadóttir, Framkvæmdastjóri tæknisviðs HS Orku, verður gestur fundarins og flytur erindi um mikilvægi viðhalds í því að tryggja rekstaröryggi.
Boðið verður upp á hádegisverð í upphafi fundar og léttar veitingar að fundi loknum. Nánari dagskrá verður send þegar nær dregur.

Viðburðurinn er kjörið tækifæri til að fræðast, efla tengslanetið og samvinnu þvert á greinar. Við hlökkum til að taka á móti þér og sýna með hvaða hætti HD getur reynst traustur samstarfsaðili fyrir þitt fyrirtæki.
Vinsamlega skráið mætingu á meðfylgjandi hlekk.

Skráning

* indicates required
Ég mæti í hádegismat

What are you looking for?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.