HD tekur þátt í Samorkuþingi 2025

Við stöndum vörð um rekstraröryggi orkuinnviða

HD tekur þátt í Samorkuþingi 2025, sem fer fram í Hofi á Akureyri dagana 22.–23. maí. Á þjónustu- og vörusýningu ráðstefnunnar munu sérfræðingar HD kynna þjónustuframboð sitt og ræða við gesti um lausnir framtíðarinnar í orku- og veitumálum.

Samorkuþing er stærsta ráðstefna landsins á sviði orku og veitna og er haldið á þriggja ára fresti. Í ár er gert ráð fyrir yfir 500 gestum og fjölbreyttri dagskrá að vanda.

HD tekur einnig virkan þátt í dagskrá þingsin. Árni Jakob Ólafsson, deildarstjóri virkjana, verður með erindi í aðaldagskrá; „Sjálfbærni í viðhalds- og viðbragðsgetu – lykilþáttur í rekstraröryggi orkuinnviða“. Jafnframt verður Símon Þór Hansen, tæknilegur ráðgjafi, með örerindi í sérstakri dagskrá sýnenda, þar sem hann fjallar um hvernig HD þjónustar hitaveitur með rekstraröryggi að leiðarljósi.

Við hvetjum gesti Samorkuþings til að líta við í bás HD, spjalla við sérfræðinga okkar og kynna sér hvernig við stöndum vörð um rekstraröryggi orkukerfa um allt land.

Við stöndum vörð um rekstraröryggi orkuinnviða Íslands

Nesjavellir

What are you looking for?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.