ISO 9001 Quality control certificate
All sites work according to the same quality management system, but ISO 9001 certification applies only to establishments in Kópavogur, Mosfellsbær, Akureyri, and the services provided from there.
Stefna HD um sjálfbærni miðar að því að rekstur fyrirtækisins verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi út frá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Sjálfbærnistefnan nær til allrar starfsemi HD og starfsfólk jafnt sem stjórn skal virða hana í öllum störfum sínum. Til að styðja við stefnuna hefur fyrirtækið valið 3 markmið af sautján markmiðum sameinuðu þjóðanna. Munu þessi markmið verða leiðarljós í sjálfbærnivegferð fyrirtækisins.
Í samræmi við hlutverk HD sem er að þjónusta fyrirtæki í iðnaði, orkugeira og sjávarútvegi leggur fyrirtækið áherslu á tæknibreytingar og nýsköpun.
HD leggur metnað sinn í góðan og ábyrgan rekstur fyrirtækisins og forðast allra sóun í sinni starfsemi.
HD hvetur ungmenni án atvinnu til að gerast iðnnemar og þiggja fyrir það laun.
HD leggur mikla áherslu á réttindi starfsmanna á vinnumarkaði og skiptir eingöngu við viðurkenndar starfsmannaleigur sem uppfylla kröfur fyrirtækisins.
HD hefur verið duglegt að taka á móti starfsnemum og hugsa vel um þá og veita þeim tækifæri til starfsþróunar og hlotið viðurkenningu fyrir framlag sitt til móttöku iðnnema.
HD aðstoðar fyrirtæki við að viðhalda búnaði, koma í veg fyrir óþarfa rekstrarstopp og stuðla þannig að skilvirkri nýtingu auðlinda.
HD leggur áherslu á umhverfisvæna meðferð efna og að meðhöndlun úrgangs og spilliefna sé í samræmi við alþjóðlegar kröfur.
HD leggur mikla áherslu á að gera starfsemi sína sjálfbærari þar sem þess er kostur með því að endurnýta þar sem unnt er í stað þess að ganga á nýjar auðlindir.
HD leggur metnað sinn í að skipta við fyrirtæki sem sína ábyrgð í sínum rekstri og viðskiptum.