HD hefur sterka og trausta tengingu við íslenskan sjávarútveg og hefur byggt upp öfluga stöðu sem áreiðanlegur samstarfsaðili fiskiskipa, fiskimjölsverksmiðja og fyrirtækja í geiranum. Með öflugri tæknideild, sérhæfðri þjónustu og hröðum viðbragðstíma er HD leiðandi á Íslandi í viðgerðum og viðhaldi á fiskiskipum, stálsmíði, vélaviðgerðum og varahlutaþjónustu.
Fiskiskipaflotinn hefur tekið miklum breytingum með aukinni endurnýjun og tæknivæðingu, sem kallar á sérhæfðari viðgerða- og viðhaldsþjónustu. HD undirbýr hvert stopp af nákvæmni og tryggir að tiltækur sé bæði vel búinn varahlutalager og reynt starfsfólk, þannig að stuttar landlegur nýtist sem best.
HD hefur í mörg ár þjónustað fiskimjölsiðnaðinn með hönnun, stálsmíði, uppsetningu búnaðar og varahlutaþjónustu. Í samstarfi við Haarslev í Danmörku bjóðum við hágæða búnað fyrir fiskimjölsframleiðslu, bæði um borð í skipum og í landvinnslu. Í samstarfi við Haarslev býður HD búnað til fiskimjölsframleiðslu, hvort sem er í skip eða hefðbundna landvinnslu.
Starfsstöðvar okkar í Kópavogi, á Akureyri og á Eskifirði sinna verkefnum fyrir sjávarútveg um allt land, þar á meðal:
– viðgerða- og varahlutaþjónustu
– vélaviðgerðum
– stálsmíði og sérsmíði
– reglubundnið viðhaldi
Úrval þjónustu og vöruflokka má sjá nánar hér fyrir neðan.