HD í Arion Escape

Starfsmenn HD tókust nýverið á við netsvikaáskorunina Arion Escape – fræðsluverkefni Arion banka sem vekur athygli á sívaxandi hættu netsvika. Starfsmenn á fjármálasviði tóku þátt fyrir hönd HD og fengu þar tækifæri til að kynnast aðferðum netsvikara á lifandi og áhrifaríkan hátt.

Í verkefninu setja þátttakendur sig í spor svikara sem reyna að svíkja stórar fjárhæðir út úr fyrirtæki. Með því að hugsa eins og svikari öðlast þeir dýpri skilning á hvernig svik eru skipulögð og hvaða hættumerki ber að varast. Verkefnið sameinar fræðslu og hópefli og minnir á mikilvægi þess að vera stöðugt á varðbergi í stafrænum samskiptum.

Við hjá HD leggjum mikla áherslu á öryggi í allri okkar starfsemi og teljum þátttöku í verkefnum sem þessum lykilatriði í að efla netvitund starfsfólks. Þegar kemur að netsvikum getur það skipt sköpum að þekkja viðvörunarmerkin – og hugsa sig tvisvar um. Allir geta lent í svikum, en með aukinni meðvitund eykst öryggið til muna. 

Við þökkum Arion banka fyrir frábært framtak!

 

Fjármáladeild HD  – vel undirbúin til að takast á við netsvik.

 

(f.v.t.h. Gunnlaug Gissurardóttir, Ásta Þóra Ólafsdóttir, Birkir Böðvarsson, Margrét Björnsdóttir og Tinna Björk Ómarsdóttir)

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.