Um okkur

HD er eitt stærsta iðn- og tæknifyrirtæki landsins og leiðandi á sviði málmtækni, vélbúnaðar, stálsmíði og tækniþjónustu. Við þjónustum sjávarútveg, fiskeldi, orkuiðnað og umhverfistengda starfsemi um allt land með sérhæfðum og áreiðanlegum lausnum.

Fyrirtækið á rætur að rekja til Hamars ehf. (stofnað 1998) og hefur vaxið hratt eftir sameiningu við Deili tækniþjónustu, NDT ehf. og Vélar ehf. Sameinað undir nafninu HD, hefur orðið til öflugur og reynslumikill þjónustuaðili, sem telst í dag meðal stærstu fyrirtækja landsins á sínu sviði.

HD býður nú upp á fjölbreytt vöru- og þjónustuframboð, þar á meðal almenna stál- og vélsmíði, tæknilega ástandsgreiningu og sívöktun vélbúnaðar, hönnun og smíði dælu- og lagnakerfa, viðhald jarðgufutúrbína og rafala, innflutning á búnaði og varahlutum og sérhæfða tækniþjónustu.

Við höfum djúpar rætur í sjávarútvegi og þjónustum hann á öllum stigum virðiskeðjunnar. Þjónusta við fiskeldi hefur aukist verulega á síðustu árum, með lausnum sem styðja við ört vaxandi geira. Eitt stærsta þjónustusvið HD er þó tengt virkjunum og stóriðnaði, þar sem við sinnum reglubundnu viðhaldi vélbúnaðar og lagnakerfa í orkuverum og veitum. Jafnframt höfum við byggt upp sérhæfða þjónustu fyrir kolefnisförgun og aðra umhverfistengda iðnaðarstarfsemi.

Hver starfsstöð HD sérhæfir sig í ákveðnu þjónustuframboði og er búin tækjabúnaði sem styður þá sérhæfingu. Meðal annars rekum við verkstæði sem sinnir viðhaldi á jarðgufutúrbínum, rafölum og öðrum lykilkerfum orkuiðnaðarins, auk stærsta tjakkaverkstæðis landsins.

Hjá HD starfa rúmlega tvö hundruð manns með fjölbreytta reynslu og sérhæfða þjálfun í greiningu og viðhaldi vélbúnaðar og mannvirkja.

Við höfum sérþekkingu í nýjustu tækni á sviði ástandsgreiningar: 3D skönnun, sívöktun og skaðlausar prófanir (NDT) til að greina bilanir í vélbúnaði áður en þær valda vandamálum. Þannig getum við lágmarkað rekstrarstöðvanir, lengt líftíma vélbúnaðar og tryggt öruggan, skilvirkan og áreiðanlegan rekstur fyrir viðskiptavini okkar.

HD er vel rekið, framsækið og lausnadrifið fyrirtæki með sterka stoð í íslenskum iðnaði. Við vinnum markvisst að því að byggja upp traust, ábyrgð og langtímasamstarf — og þegar verkefni kalla, bregðumst við hratt við og af fagmennsku, svo viðskiptavinir okkar geti einbeitt sér að sínum kjarnaverkefnum.

HD er með ISO 9001-2015 vottað gæðakerfi og jafnlaunavottun. Við leggjum ríka áherslu á að efla menntun og þekkingu starfsfólks, tryggja jafnrétti launa og stuðla að góðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Gildin okkar – öryggi, heiðarleiki, þjónustulund og fagmennska – móta alla okkar starfsemi, bæði í samskiptum innan fyrirtækisins og í þjónustu við viðskiptavini. Markmið okkar er að vera fyrsta val viðskiptavina í málmtækni, vélbúnaði, stálsmíði og tækniþjónustu á landsvísu.

Fyrir hönd HD ehf. 
Árni Rafn Gíslason Forstjóri

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.