HD hefur allt frá árinu 2012 unnið að þróun og uppbyggingu þekkingar hér á landi í tengslum við viðhald og viðgerðir á jarðgufutúrbínum jarðorkuvera. Eftir því sem reynsla og þekking hefur byggst upp hafa verkefnin orðið viðameiri.
HD býður viðskiptavinum sínum alhliða ráðgjöf og þjónustu í vélaupptektum og ástandsgreiningum og getur jafnframt boðið ráðgjöf varðandi mat á viðgerðarþörf gufutúrbína og íhlutum hennar. HD hefur einnig komið að skoðunum og viðgerðum á rafölum orkuvera, meðal annars komið að endurbyggingu rafala ankera. HD á tæknilegt samstarf við fjölmarga erlenda samstarfsaðila þegar kemur að ástandsmati, bilanagreiningu og ráðlagðri viðgerðarþörf gufutúrbína og rafala. Einnig útvegum við nauðsynlega varahluti til viðgerðanna og má þar nefna, túrbínublöð, leiðiskóflur og þétti ásamt nauðsynlegum viðgerðarefnum til rafalaviðgerða.
Túrbínur & rafalar HD
Lýður Skúlason
lydur@hd.is
M: 664 9989