Þrepadælur
HD býður þrepadælur frá ítalska framleiðandanum Calpeda í fjölbreyttum stærðum fyrir margvíslega notkun – allt frá sumarhúsum til skipa og verksmiðja.
Fyrir krefjandi aðstæður í sjávarumhverfi og iðnaði eru dælurnar fáanlegar úr AISI 316 ryðfríu stáli, sem veitir framúrskarandi tæringarvörn og langan líftíma.
Við bjóðum einnig hagkvæmar og áreiðanlegar lausnir fyrir minni kerfi og sumarhús, þar sem einfalt viðhald og stöðugur rekstur skiptir máli.
