Tannhjóladælur
Tannhjóladælur henta sérstaklega vel til dælingar á hráolíu, smurolíu, afgangsolíu og öðrum seigum vökvum þar sem þörf er á jöfnu og nákvæmu flæði. Þær eru einnig algengar sem trimmdælur í skipum, þar sem rekstraröryggi og ending skipta sköpum.
HD býður tannhjóladælur frá Ultra Pump sem hafa fjölbreytt notkunarsvið – allt frá dælingu úr tönkum og stöðugri framleiðslu til sérhæfðs vökvaflutnings við krefjandi aðstæður.
Ultra Pump er öflug dælulausn þar sem há afköst, stöðugleiki og ending skipta máli, sérstaklega í iðnaði, sjávarútvegi og orkutengdri starfsemi.
