Sax Dælur
HD útvegar Vaughan Chopper Pump sem er tilvalin vara í fráveitu og kemur í veg fyrir stíflur. Einnig er útgáfa sem hentar í lensibrunna skipa, dælan hakkar hryggi, hausa og spotta sem minnkar líkur á stíflum all verulega.
Vaughan Chopper Pump er miðflóttaaflsdæla með einstaka getu til að saxa öll föst efni sem berast að inntaki áður föstu efnin berast í dæluna sjálfa. Þetta verndar ekki aðeins dæluna gegn stíflu, heldur gagnast það einnig íhlutum lengra í kerfinu, sem og umhverfinu.
Allir slitíhlutir eru steypt stál og hitameðhöndlaðir með tilliti til hámarkshöggs og slitþols. Þessir sterkbyggðu, einkaleyfisbundnu íhlutir eru hannaðir til að búa til fullkomna dælu sem getur meðhöndlað og dælt mjög erfiðum efnum eins og bleyjum, efnis bútum og bandspottum. Öll föst efni eru söxuð þegar þau koma inn á milli skurðarblaða og dæluhjólanna. Auðvelt er að dæla smærri föstu efnunum með miðflóttaafli dæluhjólsins.