Vörur

Vöruúrval félagsins hefur aukist í tímans rás og endurspeglar vel kröfur viðskiptavina um heildarlausnir frá hönnun til gangsetningar á búnaði frá sama þjónustufyrirtæki. Með því er einn aðili ábyrgur fyrir verkefninu í heild sinni. Eftir að búnaður er kominn í rekstur býður HD síðan viðhaldsþjónustu og útvegun varahluta og fylgir þannig vörunni á meðan hún er í rekstri hjá viðskiptavinum.

Birgjar HD er meðal annars frá Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Ítalíu, Bandaríkjunum og öðrum löndum. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu helstu vöruflokka sem HD býður.

HD getur útvegað brúkrana í flestum stærðum og gerðum.
Dælubúnað má finna í flestum iðnaðargeirum landsmanna. Hjá HD starfa tækni- og iðnaðarmenn sem hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af hönnun, smíði og þjónustu dælubúnaðar. Vökvar hafa mismunandi efnasamsetningu og seigju vökvans hefur einnig áhrif á val á dælubúnaði sem og hitastig vökvans sem á að dæla og efnisinnihald vökvans sem getur valdið tæringu á dælubúnaði. Til þess að mæta fjölbreyttum kröfum viðskiptavina bjóðum við dælur af ýmsum stærðum, eiginleikum og efnissamsetningu. Dælubúnaður frá HD er dagleg nýttur til þess að flytja fiskafurðir, jarðhitavökva, eldsneyti og drykkjarvatn og sinnir mikilvægum verkefnum í fráveitum landsmanna svo eitthvað sé nefnt. Hér fyrir neðan má sjá þær dælugerðir sem HD býður viðskiptavinum sínum um land allt.
HD hefur ávallt haft sterka tengingu við íslenskan sjávarútveg og hefur þjónustað fiskimjölsiðnaðinn með ráðgjöf og stálsmíði ásamt sölu, uppsetningu og viðhaldi búnaðar.Til þess að auka þjónustu við fiskimjölsiðnaðinn höfum við verið í samstarfi við Haarslev sem er leiðandi fyrirtæki í heiminum með búnað til fisk- og kjötmjöls framleiðslu. HD getur í samstarfi við Haarslev boðið búnað til mjölframleiðslu, hvort sem er í skip eða hefðbundna verksmiðju í landi. Við bjóðum hvort sem er heildar lausn í skip eða á landi, asamt því að bjóða uppá einstaka tæki. Sveigjanleiki og öflugt framboð af hágæða vörum eru leiðarljós HD, þjónusta til okkar viðskiptavina.
HD flytur inn og selur Rafmagnslokadrif og fjölbreytt úrvar lokabúnaðar fyrir íslenskan iðnað. Hér fyrir neðan má sjá eilítið brot af úrvalinu. vinsamlega hafið samband við tæknisöluteymið okkar til að fræðast betur um val á búnaði fyrir þína starfsemi.
Oft myndast span spenna í rótor mótora og rafala, ef spennan verður það mikil að hún fer að fara í gegnum legur veldur það bruna og skemmd á legum. Með því að nota AEGIS mótorvarnir losna allar óæskilegar spennur úr mótornum og verja þar með legur fyrir skemmdum af völdum of mikillar rafhleðslu.
Rafmótorar frá þekktum framleiðendum
HD býður uppá hönnun, ráðgjöf, tækjabúnað, uppsetningu og viðhald á tækjabúnaði til framleiðslu á súrefni. Tæknin sem er notuð er þrýstingssveiflu ísog eða pressure swing adsorption, (PSA).
HD hefur útvegað viðskiptavinum sínum hágæða varahluti í flestan búnað alla tíð. Hvort sem það eru varahlutir í búnað sem við útvegum eða annan þá þjónustum við allan búnað og finnum lausnir með okkar viðskiptavinum. Oft þegar varahluturinn er ekki til, þrívíddar skannað, efnagreint og notast við afturvirka hönnun til að sérsmíða varahluti.

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.