Vörur

Söludeild HD býður upp á fjölbreytt úrval iðnaðarvara,  eins og dælur, mótora, brúkrana, ásþétti og loka – auk fjölbreytt úrval varahluta. Sérfræðingar HD geta einnig veitt faglega aðstoð við hönnun og ráðgjöf, uppsetningu og gangsetningu búnaðar.

Eftir að búnaður frá okkur hefur verið tekinn í notkun býður HD upp á áframhaldandi þjónustu eins og viðhald og afhending varahluta. Þannig getur viðskiptavinurinn treyst á að lausnin uppfylli væntingar á öllum líftíma hennar.

Hér á eftir kynnum við helstu vöruflokka og lykilvörur innan þeirra.

Brúkranar tryggja örugga og skilvirka lyftingu og þurfa að uppfylla ströng skilyrði um nákvæmni, öryggi og endingu. HD býður breitt úrval brúkrana og minni krana, ásamt uppsetningu, þjónustu og viðhaldi – allt sérsniðið að aðstæðum og þörfum hvers verkefnis.
Dælubúnaður gegnir lykilhlutverki í fjölmörgum iðngreinum. HD býður úrval dælna frá traustum framleiðendum, sérvaldar með íslenskar aðstæður í huga. Hjá HD fá viðskiptavinir faglega ráðgjöf sem byggir á áratugareynslu sérfræðinga okkar á fjölbreyttum notkunarsviðum. Við tökum mið af eiginleikum vökvans eða þess sem á að dæla – eins og seigju, hitastigi og tæringu – sem og aðstæðum á borð við flutningsfjarlægð, þrýsting og umfang. HD býður dælur í fjölbreyttum stærðum, gerðum og efnisvali – og höfum mikið úrval til á lager, tilbúið til afhendingar fyrir fjölmörg verkefni. Dælur frá HD eru í notkun um land allt – meðal annars við flutning fiskafurða og dælingu á sjó, jarðhitavökva, eldsneyti og drykkjarvatni, auk fráveita og annarra innviða þar sem áreiðanleiki skiptir máli.
HD hefur um árabil þjónustað íslenskan sjávarútveg og verið virkur samstarfsaðili fiskimjölsiðnaðarins með ráðgjöf, stálsmíði, sölu, uppsetningu og viðhaldi búnaðar. Til að styrkja þjónustu okkar enn frekar höfum við átt í árangursríku samstarfi við Haarslev, sem er eitt fremsta fyrirtæki heims á sviði búnaðar til framleiðslu á fisk- og kjötmjöli. Í gegnum samstarfið við Haarslev getur HD boðið sérhæfðan búnað fyrir fiskimjölsframleiðslu, bæði fyrir skip og hefðbundnar verksmiðjur í landi. Við bjóðum upp á heildarlausnir eða einstök tæki, allt eftir þörfum viðskiptavinarins. Hafðu samband við ráðgjafa HD og fáðu lausn sem hentar þínum rekstri
Kristjánsbúrið er öryggistæki sem hefur sannað gildi sitt í íslenskum sjávarútvegi. Hönnunin er sprottin úr raunverulegri þörf fyrir betra öryggi við löndun – og niðurstaðan er búnaður sem eykur öryggi, afköst og auðveldar vinnu. Búrið lokast sjálfkrafa við hífingu og opnast aftur á bryggju, sem stuðlar að öruggari og skilvirkari löndun. Það dregur úr slysahættu, sparar tíma og mannskap og fer betur með fiskikörin. Kristjánsbúr var þróað í nánu samstarfi við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og sameinar öryggi, skilvirkni og hágæða íslenska smíðavinnu.
HD sérhæfir sig í innflutningi og sölu á rafmagnslokadrifum og fjölbreyttum lokabúnaði sem hannaður er með þarfir íslensks iðnaðar í huga. Hér að neðan má sjá hluta af úrvalinu – en við bjóðum mun víðtækari lausnir. Söludeild HD veitir faglega ráðgjöf og upplýsingar um hvaða búnaður hentar þínum rekstri best.
Oft myndast span spenna í rótor mótora og rafala, ef spennan verður það mikil að hún fer að fara í gegnum legur veldur það bruna og skemmd á legum. Með því að nota AEGIS mótorvarnir losna allar óæskilegar spennur úr mótornum og verja þar með legur fyrir skemmdum af völdum of mikillar rafhleðslu.
Áreiðanleiki, ending og afköst skipta öllu máli þegar kemur að rafmótorum – sérstaklega þegar þeir eru hluti af lykilbúnaði eins og dælum og vinnslukerfum. Hjá HD leggjum við áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar mótora sem standast kröfur atvinnulífsins – dag eftir dag, ár eftir ár. Við treystum á rafmótora frá TEC Electric Motors, sem hafa reynst frábær kostur í íslensku umhverfi – bæði hvað varðar tæknilega eiginleika og hraða afhendingu.
HD býður uppá hönnun, ráðgjöf, tækjabúnað, uppsetningu og viðhald á tækjabúnaði til framleiðslu á súrefni. Tæknin sem er notuð er þrýstingssveiflu ísog eða pressure swing adsorption, (PSA).
HD hefur útvegað viðskiptavinum sínum hágæða varahluti í flestan búnað alla tíð. Hvort sem það eru varahlutir í búnað sem við útvegum eða annan þá þjónustum við allan búnað og finnum lausnir með okkar viðskiptavinum. Oft þegar varahluturinn er ekki til, þrívíddar skannað, efnagreint og notast við afturvirka hönnun til að sérsmíða varahluti.
aegis sq
Haarslev
Calpeda
SPP vörumerki heimasida
ge sq
Aturia vörumerki heimasida
Auma
NOV Mono vörumerki heimasida
TEC vörumerki heimasida
Kelvion vörumerki heimasida
Twave Logo SQ
Askalon
ADASH
spaggi sq
weldo sq
Ydra logo sq
Oxymat vörumerki heimasida
Artesis heimasida
flow sq
FrankeFilter
Dreno vörumerki heimasida
BakerHuges vörumerki heimasida
Screenshot 2025-02-28 091800
Screenshot 2025-02-28 092717
el-watch-266
EASYLASER_266
r-tech-266
Viking analytics-266

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.