Kristjánsbúr

Kristjánsbúrið er öryggistæki sem hefur sannað gildi sitt í íslenskum sjávarútvegi. Hönnunin er sprottin úr raunverulegri þörf fyrir betra öryggi við löndun – og niðurstaðan er búnaður sem eykur öryggi, afköst og auðveldar vinnu. Búrið lokast sjálfkrafa við hífingu og opnast aftur á bryggju, sem stuðlar að öruggari og skilvirkari löndun. Það dregur úr slysahættu, sparar tíma og mannskap og fer betur með fiskikörin. Kristjánsbúr var þróað í nánu samstarfi við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og sameinar öryggi, skilvirkni og hágæða íslenska smíðavinnu.

Kristjánsbúrið er notað við löndun sjávarafla, þar sem fiskikör eða frystivörur eru hífð úr lest skips yfir á bryggju. Búrið heldur körunum stöðugum og öruggum með sjálfvirkri lokun við hífingu. Þegar það er sett niður og slaknar á vírnum, opnast búrið aftur. Þannig er komið í veg fyrir að kör falli og verulega dregið úr hættu á slysum (video).

Helstu eiginleikar og kostir:

  • Tekur allt að fimm hæðir af fiskikörum – eykur afköst
  • Sjálfvirk lokun og opnun við hífingu – eykur öryggi
  • Flýtir fyrir löndun – sparar tíma og mannskap
  • Körin snerta ekki bryggjuna – vörn gegn mengun og óhreinindum
  • Fer betur með fiskikörin og lengir líftíma þeirra
  • Útfærslur fyrir bæði ísfisk og frystivörur – aðlagað eftir þörfum viðskiptavina
Tengiliður
Friðrik Karlsson
Akureyri
Sviðsstjóri Akureyri
Þorleifur Halldórsson
Kópavogur
Verkstjóri skipaviðgerða

Frá slysi til lausnar

Árið 2011 slasaðist ungur sjómaður, Kristján Guðmundsson frá Dalvík, alvarlega þegar fiskkör hrundu yfir hann við löndun. Slysið varð kveikjan að þróun öryggisbúnaðar sem myndi koma í veg fyrir svona atvik í framtíðinni.

Í kjölfarið hóf Samherji, í samstarfi við HD ehf. og fleiri aðila, strax þróunarvinnu sem leiddi til Kristjánsbúrsins – búnaðar sem breytti löndunarferlinu til framtíðar. Varan var fyrst kynnt almenningi á 30 ára afmæli Samherja árið 2013 og hefur síðan verið notuð víða með frábærum árangri. Kristján sjálfur kallaði búrið „bestu uppfinningu allra tíma“.

Tengiliður
Friðrik Karlsson
Akureyri
Sviðsstjóri Akureyri
Þorleifur Halldórsson
Kópavogur
Verkstjóri skipaviðgerða

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.