Titringur í dag – framleiðslustopp á morgun?

Blásarar og viftur eru oft lykilbúnaður framleiðsluferla og geta haft bein áhrif á bæði afköst og öryggi. Þegar allt gengur vel sér búnaðurinn um stöðugt loftflæði og áreiðanlega kælingu – en þegar vandamál koma upp geta afleiðingarnar orðið kostnaðarsamar.

Vandinn er sá að slíkur búnaður vinnur oft við háan hita, ryk, óhreinindi og mikið álag. Þetta hraðar sliti og eykur líkur á bilunum sem fyrst birtast sem smávægileg frávik en geta fljótt magnast upp í alvarlegar bilanir eða algjöra stöðvun framleiðslunnar.

Lausnin – Snjallara viðhald

Þegar bilanir eru greindar of seint er tjónið oft orðið mikið – bæði í vélbúnaði og í framleiðslugetu. Lausnin er því að grípa inn í áður en smávægileg merki magnast upp í stórt vandamál.

Ástandsgreint viðhald með þráðlausum IoT-nemum (Internet of Things) gerir fyrirtækjum kleift að fylgjast með lykilbreytum eins og titringi, hita og orkunotkun í rauntíma. Nemarnir senda gögn í greiningarkerfi sem birtir frávik og gerir kleift að grípa inn í tímanlega. Þannig má greina vandamál eins og leguslit, ójafnvægi, lausar festingar, ofhitnun mótora eða sprungur í íhlutum – áður en þau þróast í kostnaðarsamar bilanir eða framleiðslustopp.

„Við sjáum það aftur og aftur að smávægileg merki eins og titringur eða ójafnvægi geta þróast yfir í afar kostnaðarsamar bilanir. Með þráðlausum IoT-nemum fá fyrirtæki einfalt og áreiðanlegt verkfæri til að greina slíkt á réttum tíma – áður en vandinn magnast upp“ – segir Gísli Arnar Guðmundsson, sviðsstjóri ástandsgreininga hjá HD.

Einföld lausn frá HD

Hjá HD bjóðum við þráðlausa nema frá norska fyrirtækinu El-Watch AS, sem er leiðandi á sínu sviði og með þúsundir notenda víða um heim. Nemarnir henta öllum iðnaði, eru hraðvirkir í uppsetningu, einfaldir í notkun og skila áreiðanlegum mælingum sem styðja öruggan og hagkvæman rekstur.

Með einfaldri vöktun geta viðskiptavinir okkar komið í veg fyrir kostnaðarsamar bilanir, aukið rekstraröryggi og lengt líftíma búnaðar – allt með einföldu og sveigjanlegu kerfi sem nýtir nýjustu IoT-tækni.

Hafðu samband við sérfræðing okkar, Gísla Arnar Guðmundsson (gisli@hd.is) og tryggðu meiri áreiðanleika í þínum rekstri!

Þráðlausir IoT-nemar: Einfalt og áreiðanlegt verkfæri til að greina bilanir áður en vandinn magnast upp!

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.