HD hefur byggt upp tækniþekkingu og státar af sérhæfðum búnaði til að mæla upp eldri vélahluti, svokallaðan þrívíddarskanna til uppmælingar á vélahluti sem eru skemmdir eða þarf að skipta út. Viðskiptavinir hafa þá oft valið að láta okkur framleiða nýja vélahlutinn úr slitsterkara efni en upprunalegi vélahluturinn var gerður úr. Með þessu hefur verið hægt að auka slitálag véla og auka þar með endingu þeirra.
HD hefur síðan öflugt renniverkstæði í Kópavogi og einnig öflugt net erlendra frameiðenda sem tryggir hagstæð verð og hraða. Með vélahlutunum getur viðskiptavinurinn síðan fengið efnisvottorð ef með þarf.