Um þessar mundir stendur yfir þjónusturannsókn sem rannsóknarfyrirtækið Prósent sér um fyrir okkar hönd. Með rannsókninni viljum við kanna viðhorf viðskiptavina HD til okkar þjónustu, svo við getum fundið leiðir til að gera enn betur.
Ef þú hefur lent í úrtakinu og fengið tölvupóst frá Prósent í tengslum við þjónustukönnunina, vonum við að þú gefir þér nokkrar mínútur til að svara könnuninni, því okkur er annt um þitt álit. Takk fyrir að hjálpa okkur að gera okkur enn betri!
ATH!
Prósent ehf. láta aldrei af hendi persónugreinanlegar upplýsingar þátttakenda. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál. Prósent ehf. starfa eftir ströngum siðareglum ESOMAR sem settar eru af alþjóðasamtökum markaðsrannsóknarfyrirtækja og er sérstaklega unnið eftir lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Nánari upplýsingar er að finna í persónuverndarstefnu Prósents.