öryggi

Lýður Skúlason, sviðsstjóri orku- og umhverfissviðs HD, tók nýverið þátt sem leiðbeinandi í jarðhitaskóla GRÓ. Námskeiðið er hluti af alþjóðlegu þjálfunarverkefni sem starfar undir merkjum UNESCO og stuðlar að miðlun íslenskrar jarðhitaþekkingar til sérfræðinga frá þróunarlöndum. Þátttaka HD í verkefninu styrkir alþjóðlegt samstarf og endurspeglar þá djúpu þekkingu og reynslu sem byggst hefur upp innan fyrirtækisins.
HD hefur gegnt lykilhlutverki í sjöunda áfanga uppbyggingar orkuvers HS Orku í Svartsengi – einu stærsta orkuverkefni landsins um þessar mundir. Um er að ræða metnaðarfulla og krefjandi framkvæmd sem felur í sér um þriðjungs aflaukningu og verulegar endurbætur á heitavatnsframleiðslu.
Starfsmenn HD takast á við netsvikaáskorun í Arion Escape. Fjármálasvið HD tók nýverið þátt í fræðsluverkefni Arion banka sem hjálpar þátttakendum að þekkja og bregðast við netsvikum – á lifandi og áhrifaríkan hátt.
Í vikunni fengum við hjá HD góða gesti þegar kennararnir Anna og Aron frá Don Bosco iðnskólanum í Errenteria á Norður-Spáni komu í heimsókn. Markmið heimsóknarinnar var að styrkja samstarf skólans og HD um alþjóðlegt starfsnám í málm- og véltæknigreinum.
HD Dagurinn er viðburður þar sem við bjóðum viðskiptavinum upp á fræðandi erindi
HD Dagurinn fór fram í síðustu viku við góðar undirtektir. Viðburðurinn einkenndist af góðri þátttöku, jákvæðum anda og frábærum samtölum milli þátttakenda, sérfræðinga og birgja.
Öryggisvika HD 31.03 – 04.04 2025 Vikan 31. mars til 4. apríl 2025 var tileinkuð öryggismálum hjá HD undir yfirskriftinni „Öryggismál og vinnuumhverfi”. Öryggisvikan fékk góðar undirtektir hjá starfsfólki, sem einnig tók virkan þátt í dagskránni.
HD verður með í Skrúfudeginum sem fram fer í Tækniskólanum, laugardaginn 29. mars. Skrúfudagurinn er árlegur kynningardagur nemenda í Véltækni- og Skipstjórnarskóla Tækniskólans og hefur skapað sér orðspor sem skemmtilegur og fræðandi viðburður fyrir unga sem aldna. Viðburðurinn er einnig sérstakur fyrir fyrrum nemendur skólans sem fá tækifæri til að taka þátt og rifja upp góðar minningar frá námsárunum.
Um þessar mundir stendur yfir þjónusturannsókn. Með rannsókninni viljum við kanna viðhorf viðskiptavina HD til okkar þjónustu, svo við getum fundið leiðir til að gera enn betur.

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.