Lýður Skúlason, sviðsstjóri orku- og umhverfissviðs HD, tók nýverið þátt sem leiðbeinandi í jarðhitaskóla GRÓ. Námskeiðið er hluti af alþjóðlegu þjálfunarverkefni sem starfar undir merkjum UNESCO og stuðlar að miðlun íslenskrar jarðhitaþekkingar til sérfræðinga frá þróunarlöndum. Þátttaka HD í verkefninu styrkir alþjóðlegt samstarf og endurspeglar þá djúpu þekkingu og reynslu sem byggst hefur upp innan fyrirtækisins.